fbpx
Tag

iPhone

Browsing

Cydia

Áhugamenn um jailbreak ættu að taka gleði sína á ný, því fyrr í dag kom untethered jailbreak fyrir iOS 5.0.1. Pod2g greindi frá því á Twitter síðu sinni í byrjun nóvember að hann væri búinn að finna villu í iOS5, þannig að hann hægt væri að framkvæma untethered jailbreak á iOS 5.0.1. Tæpum tveimur mánuðum síðar er jailbreak-ið komið út, eftir þrotlausa vinnu frá bæði iPhone Dev-Team og Chronic Dev-Team.

Jailbreak-ið virkar fyrir öll iOS tæki sem geta keyrt iOS 5 að frátöldum iPhone 4S og iPad 2.

CydiaiOS 5 og Jailbreak: Ef þú ert með iOS 5 uppsett á þínum iPhone, iPad eða eða iPod Touch, þá veistu mögulega að innbyggður stuðningur við Twitter fylgir stýrikerfinu.

Ef þú hefur jailbreak-að þitt tæki, og þarft að koma skilaboðum á framfæri eins fljótt og auðið er, þá geturðu tweetað beint úr Home Screen með því að setja upp einfalda viðbót sem heitir Twicon.

Ef frá er talið brauð í sneiðum, uppgötvun penisillíns og Gameboy leikjatölvuna, þá er Netflix eflaust eitt mesta snilldarfyrirbæri allra tíma. Þjónustan  býður manni upp á að horfa á eins mikið af efni og líkaminn þolir fyrir einungis $7.99 á mánuði (sjá leiðarvísi til að setja upp Netflix). Þeir sem nýta sér þessa þjónustu kannast þó mögulega við að eiga við þann hafsjó af kvikmyndum og sjónvarspsefni sem boðið er upp á, og lenda í hreinustu vandræðum með að velja á milli myndefnis til að horfa á.

Hér getur að líta nokkur tól sem geta hjálpað manni með valið.

Android/iOS/BlackBerry/Windows 7 Slate: Við höfum áður fjallað um hversu mikil snilld það er að lesa fréttir í forritum á borð við Flipboard. Ef þú vilt aftur á móti lesa gamalt og gott dagblað, hvort sem þau eru íslensk eða erlend, þá er vert að gefa PressReader nokkurn gaum. Með forritinu hefur verið hægt að lesa íslensk dagblöð á borð við Fréttablaðið og Morgunblaðið í snjallsímum eða spjaldtölvum.

iPhone

Hérlendis, einkum við kaup og sölu á notuðum iPhone símum, þá tíðkast að taka það sérstaklega fram að nefna að síminn sé ýmist ólæstur, aflæstur eða læstur.

Það hefur mikið að segja, bæði varðandi verð og gæði símans hvernig hann er úr garði gerður að því er þetta varðar, og því kemur hér stutt skýring á því hver helstu munurinn er á símum eftir því hvort þeir séu opnir, aflæstir, eða einfaldlega læstir.

iOS: Flipboard er án nokkurs vafa vinsælasta „iPad only“ forrit í (frekar stuttri) sögu iOS stýrikerfisins. Það sem gerir forritið svo skemmtilegt er að til að lesa fréttir í gegnum Flipboard, þá er hægt að lesa fréttir á mörgum vefsíðum með því að fletta í gegnum þær, nánast eins og um dagblað sé að ræða.

iPhone

Það er heldur hvimleitt að lenda í netvandræðum með snjalltæki eins og iPhone, sem margir nota helst sem lófatölvu með símaeiginleikum frekar en öfugt.

Ef að þú kemst ekki inn á þráðlaust net  (WiFi), hvort sem það er heima hjá þér eða að heima, eða þá að 3G netið virkar ekki sem skyldi, þá getur lausnin einfaldlega legið í því að núllstilla allar netstillingar á símanum.

iPhone Dev-Team, sem eru meistararnir á bak við redsn0w, Pwnage Tool og ultrasn0w, sem gerir fólki kleift að jailbreak-a og aflæsa iPhone símum sínum, eru nú ekki langt frá því að vera komnir með aflæsingu fyrir iPhone 4S símann, sem Apple hóf sölu á fyrir út fyrir tæpum 2 mánuðum síðan.