fbpx
Tag

iPhone

Browsing

iOS (iPhone/iPad/iPod Touch): Mikið var að kýrin bar. Þótt margir séu mjög sáttir með sjálfgefna póstforritið sem fylgir öllum iOS tækjum, þá eru sumir sem finnst eitthvað vanta í það, einkum þeir sem eru vanir því að nota Gmail, sem býður upp á virkilega marga eiginleika (sbr. 10 ástæður fyrir því að þú ættir að nota Gmail og leiðarvísinn til að stjórna mörgum netföngum með Gmail). 2.nóvember síðastliðinn þá kom Gmail forrit frá Google í App Store, en var kippt út eftir mjög stuttan tíma þar sem villa var í forritinu varðandi tilkynningar  (e. push notificiations).

Undanfarnar tvær vikur þá hafa starfsmenn Google unnið hörðum höndum að því að laga þessa villu (og fleiri) og í gærkvöld kom lagfærð útgáfa af forritinu.

Apple fyrirtækið er byrjað að selja ólæsta iPhone 4S síma í vefverslun sinni í Bandaríkjunum. Þegar síminn var kynntur í byrjun október, þá gátu bandarískir notendur fyrst um sinn einungis orðið sér úti um iPhone 4S af því gefnu að hann væri læstur á eitt símfyrirtæki (AT&T, Verizon eða Sprint), og aðrir einstaklingar (t.d. ferðamenn eða Bandaríkjamenn sem eru mikið erlendis) voru úti í kuldanum. Apple gaf það út að ólæstir símar myndu standa fólki til boða í nóvember, og nú er sú stund runnin upp, því í gær, 11.11.11, þá fóru ólæstir iPhone 4S í almenna sölu.

boxnet-ios.jpg iOS: Eins og margir vita, þá kynnti Apple fyrirtækið iCloud þjónustu til sögunnar með iOS 5, sem gerir notendum kleift að stilla saman gögn á milli iOS tækja sinna og tölvunnar. iCloud er frítt upp að 5GB, en kostar þá $20-$100/ár eftir því hversu mikið pláss maður vill nota í þjónustuna. … Gallinn við Box.net er þá sá að ekki er hægt að nálgast gögnin sjálfkrafa sem þú setur inn netið með Box.net, heldur verður að fara inn á síðuna þeirra sérstaklega og skrá þig inn þar.

iPhoneiPhone: Ef þú átt iPhone, og hefur jailbreak-að símann, þá geturðu, með mjög einföldum hætti, bætt einu litlu forriti við símann sem gerir þér kleift að bæði skrifa og skoða sms-in þín í tölvunni þinni, að því gefnu að iPhone-inn þinn og tölvan séu tengd við sama WiFi.

Siri Assistant

Aðstoðarforritið Siri hefur verið á milli tannana á fólki síðan iPhone 4S kom út, og aðilar hafa keppst um að sýna forritið á internetinu, bæði til gagns og gamans.

Fyrir stuttu síðan þá frumsýndi Apple nýja iPhone 4S sjónvarpsauglýsingu þar sem öll áherslan er lögð á Siri. Auglýsingin sýnir einstaklinga af öllum aldri biðja um aðstoð við ýmis verkefni, binda slaufu, leita í gulu síðunum, spila tónlist og margt fleira. Auglýsingin sýnir raunar hversu einfalt það er að nota Siri til að framkvæma skipanir.

Það hafa fáar vörur vakið jafnmikla athygli og iPhone síminn frá Apple sem þeir kynntu til sögunnar þann 4. október síðastliðinn. Notendur bjuggust þó við því að Tim Cook, forstjóri fyrirtækisins, myndi þar kynna til sögunnar iPhone 5 síma, og margir urðu þó fyrir vonbrigðum þegar uppfærð útgáfa af iPhone 4S var það „eina“ sem kom fram á kynningunni.

Viðbrögðin við símaum hafa samt sem áður ekki verið af verri endanum því Apple sló met í forpöntunum, og þegar þetta er ritað hafa yfir 4 milljón eintök verið seld af iPhone 4S.

iOS 5: Með nýju kerfi koma ný vandamál. Fjölmargir eigendur iOS tækja, einkum iPhone og iPad, kvarta nú sáran undan því að endingin á rafhlöðunni sé heldur dræm miðað við iOS 4 kerfið. Notendur eiga þá helst við að prósentustig rafhlöðu lækki frekar hratt á meðan síminn sé ekki í notkun, sem er heldur hvimleitt, ef maður er ekki með hleðslutæki á sér hvert sem maður er.

Blessunarlega þá eru til ráð við þessu, sem fela í sér að breyta ýmsum stillingum, og oftast nær að slökkva á þjónustum sem maður er ekki að nota.

RÚV logoVefur Ríkisútvarpsins hefur fengið uppfærslu (og það nokkur tímabæra) sem auðveldar bæði Mac notendum að horfa á efni af vefnum, auk þess sem eigendur snjallsíma og spjaldtölva geta nú bæði hlustað eða horft á efni af vefnum í tækjum sínum.

Nýi vefurinn ætti líka að kæta eigendur smátækja á borð við iPhone, iPad og Galaxy Tab, en nú er loksins hægt er að hlusta/horfa á efni á vefnum í slíkum tækjum (Einstein getur staðfest að vefurinn virkar í iOS tækjum (t.d. iPhone og iPad) en hefur ekki enn prófað vefinn í öðrum stýrikerfum á borð við Android, en leiða má líkur að því að það virki líka á Android).