Það er fátt jafn tíðrætt í tækniheimum þessa daga og útgáfurdagur iPhone 5. Samkvæmt nýjustu heimildum þá er útgáfurdagurinn nú sagður vera í október á þessu ári. Það er fréttavefurinn AllThingsD sem kveður svo að orði, en vefurinn er almennt talinn vera með nokkuð traustar heimildir á þessu sviði. Þetta gengur í berhögg við fyrri orðróma sem sögðu símann koma í septembermánuði.
Þessi leiðarvísir hefur ekki mikið gildi fyrir þá sem eiga iPhone 3GS, iPhone 4 eða iPhone 4S, en almennt þá…
Hér að neðan eru tenglar á gamlar hugbúnaðaruppfærslur af iOS stýrikerfinu frá Apple fyrir iPhone, iPad, iPod Touch og Apple TV 2.
Gamlar útgáfur geta reynst fólki nýtilegar, einkum og sér í lagi iPhone 3G eigendum sem eru með iOS 4 uppsett á símanum, en við uppfærslu í iOS 4 þá verður iPhone 3G talsvert hægari í vinnslu.
Að neðan finnið þið tengla í allar helstu uppfærslur á iOS.
Þrátt fyrir að Google+ sé enn á prófunarstigi þá hefur það farið um internetið eins og eldur um sinu. Vinsældir Google+, sem í daglegu tali er gjarnan nefndur Plúsinn, eru slíkar að meira en 10 milljón notendur eru komnir á þennan nýja samskiptavef.
Með tilkomu forritsins er enn auðveldara en áður að skoða Google+ almennt, auk þess sem notendur geta skrifað smáskilaboð til annarra notenda með Huddle.
Margir iPad eigendur hafa beðið í ofvæni eftir að geta jailbreak-að tækin sín. Sú bið er nú á enda, því @comex, sem er frægur fyrir fyrri jailbreak sín (Spirit og síðustu útgáfu af JailbreakMe) bjó til jailbreak sem hver sem er getur sett á iPad, iPhone 4, iPhone 3GS eða iPod Touch sem keyrir iOS 4.3.3.
Áður fyrr þá lentu íslenskir (og erlendir) ferðamenn gjarnan í því að þeir keyptu síma í Best Buy sem var…
Þrátt fyrir að iOS sé ekki opið almenningi, þá geta forritarar sem eru skráðir hjá Apple fengið að spreyta sig á kerfinu. Þegar iPhone Dev Team komast í nýja uppfærslu af iOS þá fara þeir strax að vinna í jailbreak-i fyrir stýrikerfið. Innan við sólarhring frá því forritarar gátu sett upp kerfið í iOS tæki sín, þá er MuscleNerd búinn að jailbreak-a símann sinn með iOS 5 uppsettu, sbr. þetta tweet að neðan.
iWork pakkinn frá Apple (þ.e. Pages, Keynote og Numbers) hefur staðið iPad notendum til boða frá því hann kom á markað. Í gær var öll forritin í pakkanum uppfærð í útgáfu 1.4, og með uppfærslunni eru forritin nú iPhone og iPod Touch samhæfð, svo eigendur slíkra tækja geta nú náð í Pages, Keynote eða Numbers á $9.99 stykkið.
Síðan App Store var sett á laggirnar sumarið 2008, þá hefur úrval forrita farið vaxandi. Þegar búðin var opnuð þá stóðu notendum 800 forritum til boða. Í dag er þessi fjöldi yfir 350.000, og það var því ekki að ástæðulausu að Apple var með „There’s an app for that“ auglýsingaherferð sína fyrir tveimur árum.
Til að byrja með var úrval forrita nokkuð takmarkað, en eins og auglýsingin gefur til kynna, þá er hægt að fá forrit fyrir næstum því hvað sem er í dag á iPhone. Lítum á nokkur sem allir nýir iPhone eigendur verða að eiga.
Eitt af fyrstu skrefum hvers iPhone notanda er að setja 3G og MMS stillingar inn í símann sinn.
Til þess að setja inn internet og MMS stillingar á iPhone þá þarftu að fara í Settings > General > Network og Cellular Data Network.
Hér koma stillingar fyrir Nova, Vodafone, Símann, Tal og Alterna. Ég held að ég sé þá alveg örugglega ekki að gleyma neinum: