Hefur þú fengið leið á iTunes tónlistarsafninu þínu? Jafnvel þótt það innihaldi 10-20 þúsund lög? Ef svo er, þá skaltu kíkja á Beathound.
Apple TV margmiðlunarspilarinn er með vinsælli raftækjum hérlendis um þessar mundir. Apple TV léttir manni lífið með ýmsum hætti, t.d. með því að spila efni þráðlaust úr iTunes í sjónvarpinu og AirPlay spilun ef þú vilt spila tónlist eða myndbönd á sjónvarpinu þínu.
Margir spyrja sig samt þeirrar spurningar hvað sé eiginlega hægt að gera við Apple TV spilarann. Við ætlum að fara aðeins út í það hér fyrir neðan.
Í gær gaf Apple út gífurlega útgáfu af iTunes margmiðlunarforritinu sem allir iPhone og iPad eigendur þekkja. iTunes 11 kemur með gjörbreyttu viðmóti auk nokkurra nýrra eiginleika sem vert er að geta.
Þegar iPhone 4S síminn frá Apple kom á markað í nóvember 2011, þá kynnti fyrirtækið einnig til sögunnar iTunes Match.
iTunes Match er þjónusta, sem tengist iCloud skýþjónustunni náið, en með henni geturðu geymt allt að 25.000 lög í iCloud, og nálgast hvar og hvenær sem er.
Ef lögin eru til í iTunes Store, þá er þér heimilt að sækja þau þaðan hvenær sem er, og það hefur engin áhrif á iCloud plássið þitt. Ef þú átt svo einhverja titla sem ekki eru til í iTunes Store (t.d. marga íslenska diska) þá dregst það magn frá iCloud plássinu þínu, þannig að ef þú ert bara að nýta þér iCloud sem ókeypis þjónustu þá gætirðu þurft að uppfæra aðganginn þinn þar ef þú ætlar að skella öllum verkum Megasar inn í iTunes Match.
Sniðug þjónusta, en hængurinn á henni er að hún er einungis í boði í vissum löndum, og Ísland er ekki þar á meðal. Við deyjum þó ekki ráðalausir, og með því að fylgja leiðarvísinum að neðan, þá getur þú byrjað að nota iTunes Match innan örfárra tíma.
Mac: Ef þú vilt nota máttinn og kveikja eða slökkva á tónlist í iTunes (eða Spotify fyrir þá sem nota þá þjónustu) þá er það nokkuð sem Mac notendur geta nú gert með forritinu Flutter.
MuscleNerd, iOS forritarinn og einn af forkólfum í iPhone Dev-Team, greindi frá því á Twitter síðu sinni í gær, að jailbreak fyrir iOS 5.1 væri komið út.
Jailbreak-ið sem er komið er svokallað tethered jailbreak, sem þýðir að ekki er hægt að endurræsa símann og halda jailbreak-inu nema þú tengir iPhone símann við tölvu, og notir RedSn0w til að kveikja á honum (velur Just Boot í RedSn0w ef rafhlaðan klárast hjá þér).
iTunes er jafnan uppfært samhliða iOS, og það er því við hæfi að iTunes hafi fengið uppfærslu í 10.6 samhliða…
Áður hefur verið rakið hvernig maður framkvæmir jailbreak á Apple TV og setur upp XBMC, og einnig hvernig Plex er sett upp eftir jailbreak.
Með útgáfu 4.4 fyrir Apple TV (iOS 5) þá bættust við ýmsir möguleikar í kerfinu eins og AirPlay Mirroring, sem býður upp á video speglun, þ.e. að að spegla hvaðeina sem er að gerast á iPhone 4S eða iPad 2 í sjónvarpinu (áður takmarkað við myndir, myndbönd og tónlist). Önnur helsta nýjungin er Photo Stream, sem gerir notendum iOS 5 tækja kleift að skoða myndir sem teknar eru á tækjunum þar sem þær eru vistaðar í iCloud.
Windows og iOS: Ef þú ert að reyna að restore-a iOS tækið þitt (iPhone / iPad / iPod Touch) og færð eina af ofantöldum villum (þ.e. 21, 29, 1015 eða 16xx) þá gæti iREB vel bjargað málunum (af þessum villum þá er 1015 villan lang algengust)
iOS 5, nýtt stýrikerfi fyrir iOS tæki var gefið út af Apple í dag, notendum tækjanna til mikillar ánægju. Til þess…
Fyrir síðustu jól þá gaf hljómsveitin Gorillaz út plötu sem hún dreifði frítt til aðdáenda sinna. Platan er nokkuð sérstök að því leyti að hún var alfarið unnin á iPad í eigu forsprakka sveitarinnar, Damon Albarn, á meðan hljómsveitin var á tónleikaferðalagi um Bandaríkin.
Efnilegir tónlistarmenn og iPad eigendur geta kannski hlustað á diskinn diskinn og náð svo í eitthvað af eftirtöldum forritum, en hér að neðan er listi yfir forritin sem hljómsveitin notaði við gerð plötunnar. Tenglarnir vísa allir á App Store síðu hvers forrits.