fbpx
Tag

Mac Forrit

Browsing

iMessageEf þú náðir í Messages forritið fyrir Mac OS X Lion þá hefurðu fengið smjörþefinn af því hvernig það er að nota iMessage á tölvunni þinni

Messages er nú hluti af Mountain Lion stýrikerfinu og nú vill Apple að notendur forritsins uppfæri í Mountain Lion ef þeir hyggjast nýta þjónustuna áfram

Angry Birds Star Wars

Finnska leikjafyrirtækið Rovio hefur gefið út enn einn leikinn í Angry Birds seríunni, en vinsældir þessara leikja virðast aldrei ætla að dala. Leikurinn kom út í dag, fyrir Android, iOS, Mac og Windows.

Það má segja að Angry Birds Star Wars sé framhaldsleikur af Angry Birds Space sem kom út í mars, því himingeimurinn er ennþá leiksvæðið (nema skipt er um vetrarbraut ef Rovio hefur haldið sig við Star Wars söguna).

Pocket - Mac App Store

Fyrirtækið Pocket, sem hét áður Read It Later, hefur nú gefið út Mac útgáfu af forritinu sínu.

Fyrirtækið segir að yfir 6 milljón notendur forritsins muni njóta góðs af því að geta einnig nálgast greinar sem þeir vista í Mac forritinu, sem bætist í flóruna en forritið er einnig fáanlegt á iOS, Android og Kindle Fire.

Airrprint - EinsteinMac: Ef þú átt iPhone, iPad eða iPod Touch þá hefurðu mögulega séð Print hnappinn þegar þú ætlar að setja nýja síðu í bókamerki, senda síðu í pósti o.s.frv. Þessi valmöguleiki kom til sögunnar í iOS 4.2 og gerði aðilum með sérstaka og fokdýra AirPrint prentara kleift að prenta þráðlaust úr tækjum sínum.

En þótt þú eigir ekki AirPrint prentara, þá er ekki þar með sagt að þú getir ekki prentað þráðlaust. Eina sem þú þarft er Mac tölva sem kveikt er á, og forritið AirPrint Activator.

Til þess að setja upp forritið skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi.

Beamer er lítið forrit á Mac sem gerir manni kleift að spila nánast hvaða videoskrá sem er á Apple TV án nokkurra vandræða. Forritið gagnast annars vegar þeim sem eiga Apple TV 2 og hafa ekki framkvæmt jailbreak á tækinu (en ef þig langar að gera það þá geturðu fylgt leiðarvísi hér). Hins vegar þá er Beamer mjög nýtilegt fyrir þá sem eiga Apple TV 3 (einnig oft talað um tækið sem 3. kynslóð af Apple TV) sem styður 1080p upplausn, en þegar þetta er ritað þá er jailbreak ekki komið fyrir Apple TV 3.

http://youtu.be/UjgeG_fbxus Forritasíðan MacUpdate gefur út forritapakka reglulega á stórlækkuðu verði. Að þessu sinni inniheldur pakkinn 11 forrit sem kosta samtals tæplega $377.79 eða tæplega 48 þúsund krónur miðað við gengi bandaríkjadals í dag. Með því að ýta á meira má sjá forritin sem um eru í pakkanum, ásamt upprunalegu verði þeirra: