fbpx
Tag

Microsoft

Browsing

Fölsk Microsoft tilkynning

Microsoft á Íslandi hefur borist fjölmargar tilkynningar um að óprúttnir einstaklingar hafi sent fólki tölvupóst þar sem því er tilkynnt að það hafi unnið til verðlauna. Pósturinn er látinn líta út fyrir að vera frá Microsoft í Bretlandi, og viðtakandinn hvattur til að halda fréttunum leyndum þangað til hann sé greiddur út.

Microsoft logoNokkuð hefur borið á því undanfarna daga að óprúttnir aðilar hafa hringt í fólk, kynnt sig sem starfsmenn tæknifyrirtækisins Microsoft og tjáð aðilum að það sé vírus í tölvunni þeirra.

Við viljum benda lesendum á að þessir aðilar eru svo sannarlega ekki starfsmenn bandaríska tæknirisans.

Framkvæmdastjórn ESB sektaði í gær bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft um 561 milljón evra (92 milljarða króna miðað við núverandi gengi).

Fyrirtækinu var gerð þessi sekt af því það braut samkomulag sem gert var 2009, en samkvæmt því átti fyrirtækið að láta Windows notendur vita af möguleikum þeirra til að ná í aðra vafra en Internet Explorer.

Internet Explorer - kaka

Samkeppni á netvaframarkaði er hörð. Internet Explorer, Google Chrome, Mozilla Firefox, Apple Safari og Opera eru fimm stærstu vafranir sem berjast um hituna, auk þess sem minni vafrar deila með sér einhverju broti úr prósentu.

Fyrirtækin Microsoft og Mozilla sýna samt hvort öðru mikla háttvísi í þessari samkeppni, en fyrirtækin senda hvort öðru köku, þegar nýjar stórútgáfur af vöfrum hvors fyrirtækis koma út.

Pokki - Windows 8

Microsoft boðaði miklar breytingar með útgáfu Windows 8 stýrikerfisins sem kom út á síðasta ári. Helsta breytingin er án efa sú að stýrikerfið styður tvö viðmót, þ.e. Desktop og Metro. Desktop viðmótið er fyrir hefðbundnar tölvur en Metro viðmótið fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Helsta nýjungin fyrir tölvunotendur sem nota Desktop viðmótið er brotthvarf Start hnappsins sem var kynntur til sögunnar með Windows 95, og hefði komist á fjárræðisaldur á þessu ári.