fbpx
Tag

Microsoft

Browsing

Svarti föstudagur eða Black Friday er nýafstaðinn, sem er stærsti verslunardagur ársins í Bandaríkjunum.

Af því tilefni mældi fjárfestingabankinn Piper Jaffray sölu á iPad spjaldtölvum annars vegar og Surface spjaldtölvum hins vegar. Mælingarnar voru gerðar í verslunarmiðstöðinni Mall of America, sem er staðsett í Minneapolis, heimabæ fyrirtækisins, og niðurstöðurnar voru sláandi.

Steve Ballmer

Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hefur lagt allt nánast undir til að koma fyrirtækinu aftur á kortið eftir að það sá markaðshlutdeild Windows stýrikerfisins í snjallsímum minnka gríðarlega með auknum vinsældum iPhone og Android símtækja (nokkuð sem Steve Ballmer sá ekki fyrir).

Microsoft hefur nú farið af stað með mikla auglýsingaherferð, þar sem að snjallsímar með Windows Phone 8 stýrikerfinu eru viðfangsefnið, og Live Tiles á heimaskjánum leika aðalhlutverkið.

Steve Ballmer - forstjóri Microsoft

Árið er 2007. Steve Jobs er nýbúinn að kynna iPhone símann og sérfræðingar fara að rýna í þetta nýja tæki.

Meðal þeirra sem tjáðu sig um iPhone símann voru Steve Ballmer, forstjóri Microsoft. Hann hafði ekki miklar áhyggjur af þessu nýja tæki út af tveimur ástæðum:
a) síminn væri of dýr
b) hann væri einungis með skjályklaborð, og þar af leiðandi ekki góður kostur fyrir þá sem nota símann vegna vinnu sinnar.

Í myndbandinu fyrir neðan má sjá viðtalið þar sem Ballmer lætur þessi orð falla:

Windows 8 logo

Margir kannast við það hvimleiða vandamál að tölvan verður hæg eftir nokkurra mánaða notkun. Lausnin við því er þá oftast að prófa einhver hreinsunarforrit sem gera mismikið gagn, en vafalaust er besta ráðið að forsníða (e. format) tölvuna.

Á Windows 8 er það leikur einn, því nú býður stýrikerfið upp á tvo kosti, annars vegar Refresh the system og hins vegar Reset the system.