fbpx
Tag

Myndband

Browsing

Apple hefur gefið út lítið kynningarmyndband fyrir iPhone 5 til að sýna helstu nýjungarnar í tækinu og/eða iOS 6.

Lagið Dirty Paws með hljómsveitinni Of Monster and Men (sem hvert íslenska mannsbarn á að þekkja) er notað í myndbandinu, og spilun lagsins hefst þegar Sir Jony Ive yfirhönnuður Apple lýkur máli sínu. Myndbandið er stutt og laggott og hægt er að horfa á það hér að neðan.

iPhoneMargir kannast við það að fara í stutt ferðalag, koma svo heim og símreikningurinn slagar upp í verð farmiðans. Ástæðan fyrir því er sú að þegar maður er staddur erlendis, þá er síminn í svokölluðum „Data Roaming“ ham, þannig að þú ert ekki að nota áskriftina þína, heldur borgar fyrir hvert megabæti sem þú nærð í. Verð fyrir 1 MB í Bandaríkjunum er t.d. frá 1500 og upp í 2000 kr, þannig að með heimsókn á örfáar heimasíður getur verið dýrara en kvöldmaturinn þinn. Til að koma í veg fyrir háan símreikning er hægt að gera tvennt.

iPadMeð auknum vinsældum iPad spjaldtölvunnar, þá eru sífellt fleiri notendur eingöngu að nota skjályklaborð tölvunnar í stað hefðbundins lyklaborðs (þótt vert er að benda á að hægt er að tengja Bluetooth lyklaborð við iPad). Í eftirfarandi myndbandi er farið út í ýmis ráð til að slá inn texta og tákn hraðar en ella.

Hér á síðunni höfum við farið út í sum þessara ráða, t.d. hvernig maður skrifar íslenskan texta á leifturhraða, auk þess hvernig maður skiptir upp lyklaborðinu á iPad sem keyrir iOS 5. Auk ofangreindra ráða þá eru fimm til viðbótar sem hægt er að sjá í myndbandinu fyrir neðan

Apple leyfði nokkrum af stærstu vefmiðlum Bandaríkjanna að fá forskot á sæluna og skoða 3. kynslóð af iPad fyrir stuttu, en bannaði þeim að birta umfjallanir sínar um iPadin fyrr en í dag. Joshua Topolsky hjá The Verge, dóttursíðu Engadget, leit á gripinn og sagði skoðun sína á honum.

Bill Gates var í viðtali hjá Yahoo! fyrir stuttu þar sem hann ræddi góðgerðarstörf sín, hvernig hægt væri að bæta bandaríska skóla og einnig fund sem hann átti við Steve Jobs nokkrum mánuðum áður en hann lést. Í viðtalinu fer Gates fögrum orðum um fyrrum keppinaut sinn, þar sem þeir ræddu saman um fortíðina, fjölskyldur sínar og hvernig tæknin og iðnaðurinn í kringum hana hefði breyst í áranna rás.