Það hafa eflaust margir tekið eftir, og látið það fara í taugarnar á sér, breytingum á Spotlight leitinni í iOS…
Í dag kynnti Apple Carplay, sem á að gera notkun iPhone í bílnum þægilegri og öruggari.
WolframAlpha er vefur sem allar forvitnar sálir ættu að prófa einhvern tímann á lífsleiðinni.
Ólíkt hefðbundnum leitarvélum líkt og Google, þá svarar WolframAlpha spurningum notenda, og þar er vefnum fátt óviðkomandi. Vefurinn getur svarað flóknum reikningdsæmum, sagt manni hvenær flóð og fjara er í Reykjavík, kannað gengi gjaldmiðla og margt fleira.
Hér fyrir neðan má sjá tvær spurningar sem lagðar voru fyrir WolframAlpha á meðan greinin var í vinnslu:
Ef þú átt iPhone 4S eða nýrra iOS tæki þá hefurðu eflaust prófað að leika aðeins við aðstoðarkonuna hana Siri. Þótt auglýsingar frá Apple hafa kynnt Siri sem helstu stoð og styttu eigandans þá er það ekki tilfellið hjá íslenskum notendum, þar sem að Siri skilur ekki íslensku, og notagildir því talsvert minna.
Þótt Íslendingar noti Siri ekki til að skrifa tölvupósta eða til að finna veitingastað þegar haldið er út á land, þá er samt áhugavert að sjá hvað Siri getur gert fyrir mann. Tvær leiðir eru til að komast að því:
Scott Forstall, varaforstjóri Apple og einn af mönnunum á bak við iOS stýrikerfið vinsæla, mun hætta hjá Apple á næsta ári.
Talið er að helstu ástæðurnar fyrir brottför Forstall séu Siri og Apple Maps sem Forstall bar ábyrgð á, en hvort tveggja hefur ekki staðist væntingar notenda.
Aðstoðarkonan Siri er án nokkurs vafa vinsælasta nýjungin í iPhone 4S sem var kynntur í október 2011. Í eftirfarandi myndbandi…
Í kjölfar auglýsingar Apple þar sem Samuel L. Jackson var að plana stefnumót, þá ákvað grínsíðan Slacktory að setja saman þetta myndband, þar sem Jules Winnfield, eftirminnileg persóna úr kvikmyndinni Pulp Fuction reynir að ræða við Siri.
Í kjölfar ævisögu Steve Jobs þá hefur sjónvarpstæki frá Apple verið mikið rætt meðal Apple áhugamanna. Gamantvíeykið Trypp and Tyler gerði eftirfarandi myndband, sem kemur með dæmi um hvernig fyrstu daga Siri sjónvarpsins gætu verið
Einhverjum lesendum er eflaust kunnugt um að Apple hélt viðburð fyrr í dag, þar sem aðalatriðið var kynning á nýrri iPad spjaldtölvu. iPadinn mun ekki heita iPad 3 eða iPad HD eins og sérfræðingar erlendis spáðu fyrir um, heldur var einfaldlega talað um hann á kynningunni sem „the new iPad“ eða nýja iPadinn.
Fyrirtækið Apple hefur sent frá sér tvær nýjar sjónvarpsauglýsingar fyrir iPhone 4S, og sem fyrr þá er aðstoðarkonan hún Siri í brennideplinum. Fyrri auglýsingin sýnir ferðalanga nýta Siri til að finna bestu leiðina á áfangastað sinn með Google Maps, og finna áhugaverða matsölustaði og fleira með Yelp, sem er staðbundið þjónustuforrit.
Í nýrri auglýsingu frá Apple má sjá sjálfan jólasveininn nota Siri til að halda utan um hvaða barn eigi að fá hvaða gjöf, sem og leiðbeiningar heim til þeirra. Skemmtileg auglýsing sem hittir beint í mark.