fbpx
Tag

Skýringarmynd

Browsing

Tölvupóstþjónustan Gmail fagnar nú níu ára afmæli sínu. Þjónustan er stærsta svokallaða „20% verkefni“ sem Google hefur sent frá sér, en fyrirtækið leyfir starfsfólki sínu að verja þeim tíma til að vinna að verkefnum að eigin vali.

Aðrar vinsælar þjónustur sem eru runnar undan rifjum Innovation Time Off eins og fyrirbærið kallast eru Google News og Google AdSense.

Bandaríska fyrirtækið Gogo er nokkuð vinsælt meðal bandarískra flugfarþega, en fyrirtækið veitir flugfarþegum flugfélaga á borð við American Airlines, Delta og Virgin America  þráðlaust internet á meðan flugvélin flýgur yfir land með svokallaðri air to ground tækni.

Fyrirtækið gerði nýlega samantekt sem sýnir hvernig einstaklingar nýta sér þjónustu fyrirtækisins.

Google merkiðÁ nethringnum síðustu mánuði þá hafa auglýsingar frá Domino’s, Símanum og Liðsstyrk eflaust ekki farið framhjá þér. Íslendingar erlendis hafa svipaða sögu að segja, sjá auglýsingar frá aðilum í búsetulandi sínu, hvort sem það er Danmörk, Stóra-Bretland eða soldánsdæmið Brunei.

Þessi fyrirtæki eru ekki að auglýsa hjá síðunni sem þú ert að skoða hverju sinni, heldur kaupa birtingar eða smelli í gegnum Google AdSense, auglýsingakerfi Google.

Fyrir skömmu síðan gerði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu internet tröll að umfjöllunarefni á Facebook síðu sinni. Hjá tröllum (eða þeim sem trolla eins og það er kallað í daglegu tali) er markmiðið að sannfæra gagnaðilann um að þú sért einlægur í hugsun varðandi skoðun eða málstað sem er fjarstæðukenndur, í þeirri von að gagnaðilinn æsist við það.

Vefsíðan BestPsychologySchoolsOnline, bjó til eftirfarandi skýringarmynd, sem gerir heiðarlega tilraun til að skýra þankagang tröllanna fyrir saklausum netverjum.

Apple - logoBandaríska tæknifyrirtækið Apple á meira lausafé en ríkissjóður Bandaríkjanna, en samkvæmt nýjustu tölum þá á fyrirtækið 137 milljarða dollara í lausafé, sem samsvarar tæplega 17,4 billjónum (17.400 milljörðum) íslenskra króna.

Apple virðist vera nokkurs konar Jóakim aðalönd í fyrirtækjaheiminum, og gerir ekki mikið við peninginn. Í eftirfarandi skýringarmynd frá Master-Business-Administration má sjá hvernig fyrirtækið ver lausafé sínu.

Þriðjungur jarðarbúa hefur aðgang að nettengingu, sem þýðir að um það bil 2,3 milljarðar jarðarbúa hafa aðgang að interneti. Margur spyr sig því, hversu mikið af gögnum eru send yfir internetið á hverjum degi?

172 milljón manns kíkja á Facebook, 294 milljarðar tölvupósta eru sendir og 2 milljón bloggfærslur eru skrifaðar.

Fyrirtækið MBA Online tók saman skýringarmyndina fyrir neðan, sem sýnir með skemmtilegum hætti hvernig einn dagur er á internetinu.

iPhone 5

Hvernig líst þér á iPhone 5? Ætlarðu að fá þér iPhone 5? Af hverju? Af hverju ekki?

Þessar spurningar hafa margir heyrt eða spurt síðustu daga, því iPhone 5 er heitasta varan í heiminum um þessar mundir.

Fyrirtækið AYTM Research gerði markaðsrannsókn í samvinnu við vefmiðilinn Mashable, þar sem viðfangsefnið var staða snjallsímamarkaðarins í lok þessa árs. Niðurstaðan var þessi skýringarmynd sem birt er hér að neðan.

Samfélagsmiðlar - truflun - thumbnail

Fyrirtækið Rede App bjó til skýringarmynd sem sýnir hvernig truflanir hafa áhrif á framleiðni starfsmanna í vinnunni.

Meðal þess sem kemur fram í skýringarmyndinni er hversu lengi það tekur mann að koma sér aftur að efninu eftir að hafa litið á samfélagsmiðla, auk þess að koma með upplýsingar um hversu mikill tímaþjófur Facebook, Twitter og tölvupóstur er í raun.