Fjarskiptafyrirtækið Tal hefur kynnt nýja þjónustu sem þeir kalla lúxusnet, þar sem fyrirtækið hyggst bjóða upp á bæði öruggt og landamæralaust internet.
Með tilkomu ljósleiðara þá fær notandi margfalt hraðari internettengingu miðað við ADSL tengingar yfir koparinn, þar sem farið er úr „allt að“ 12-16Mbit/s yfir í „allt að“ 100 Mbit/s.
Einn mikill kostur við ljósleiðara er líka sá að það er sami hraði á tengingu hvort sem verið er að hala niður efni eða senda það frá sér, þ.e. allt að 100Mbit/s í báðar áttir, á meðan upphalshraði á ADSL tengingum takmarkast við 0.8-1.0 Mbit/s eftir því sem ég best veit.
Athugið! Hraði á internettengingum er mældur í Megabitum (Mbit eða Mb) en ekki Megabætum (MB). 8 Mbit = 1 MB, þannig að þegar auglýst er að internetáskrift bjóði upp á 50Mbit/s þá þýðir það að hámarkshraði á niðurhali er í raun 6.25 MB/s.
Að neðan eru helstu internetþjónusturnar bornar saman sem bjóða upp á internet yfir ljósleiðara.
Athugið að í eftirfarandi samanburði var eingöngu miðað við að eingöngu internetþjónustan sé keypt hjá þjónustuaðila, en ekki einhver blanda af interneti síma (heima- eða farsíma) og sjónvarpi. Inni í þessum útreikningum er ótalið gjald til Gagnaveitu Reykjavíkur sem er 2.410 kr./mán. eða 1.210 kr./mán fyrir net án heimasíma hjá Símanum.
Eitt af fyrstu skrefum hvers iPhone notanda er að setja 3G og MMS stillingar inn í símann sinn.
Til þess að setja inn internet og MMS stillingar á iPhone þá þarftu að fara í Settings > General > Network og Cellular Data Network.
Hér koma stillingar fyrir Nova, Vodafone, Símann, Tal og Alterna. Ég held að ég sé þá alveg örugglega ekki að gleyma neinum: