fbpx
Tag

tölvupóstur

Browsing

Samfélagsmiðlar - truflun - thumbnail

Fyrirtækið Rede App bjó til skýringarmynd sem sýnir hvernig truflanir hafa áhrif á framleiðni starfsmanna í vinnunni.

Meðal þess sem kemur fram í skýringarmyndinni er hversu lengi það tekur mann að koma sér aftur að efninu eftir að hafa litið á samfélagsmiðla, auk þess að koma með upplýsingar um hversu mikill tímaþjófur Facebook, Twitter og tölvupóstur er í raun.

Gmail tölvupóstþjónustan frá Google er með þeim öflugri sem netið býður upp á í dag. Meira en 7GB af geymsluplássi ókeypis, auk þess sem engin þörf er á að flokka póstinn (þótt við mælum samt með því upp á skipulagið). Margir sem byrja að nota Gmail, snúa aldrei aftur í tölvupóstforrit á tölvunum sínum, heldur skrá sig einungis inn í póstinn sinn á  gmail.com.

Margir vita samt ekki að Gmail býður upp á fjölmargar flýtivísanir (e. keyboard shortcuts), og þær gera Gmail enn öflugra.

MailtoLinks Chrome Gmail

Einhverjir Chrome notendur kunna að hafa séð þessa litlu stiku efst í skjáborðinu einhvern tímann í liðinni viku. Þessi skilaboð marka ákveðin tímamót í sögu Google Chrome, því nú styður hann loksins opnun netfangstengla í Gmail, í staðinn fyrir að reyna að opna Outlook, Mail eða eitthvað annað tölvupóstforrit sem er uppsett á tölvunni.

Jailbreak:  Ef þú hefur jailbreakað iOS tækið þitt (leiðarvísa til að framkvæma jailbreak má finna hér ) þá getur þú sett upp skemmtilega  viðbót sem heitir Swipe For Mail. Eftir að uppsetningu á Swipe for Mail er lokið þá mætti halda að ekkert hafi gerst. Ekkert nýtt forrit á heimaskjánum (e. home screen) né heldur neinar aukalegar stillingar í Settings.

iPhoneHér kemur stuttur leiðarvísir um hvernig nemendur háskóla Íslands geta sett upp tölvupóst á símanum sínum. Ef þú ert með Gmail netfang, þá mælum við þó eindregið með því að þú bætir skóla- eða vinnunetfanginu þínu í Gmail, því með Gmail þá geturðu stjórnað öllum netföngunum þínum frá einum stað.

Ef þú vilt frekar hafa þetta aðskilið þá skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi

Almennt er mælt með því að maður reyni að forðast það eins og heitan eldinn að deila netfanginu sínu á almennri síðu á netinu.

Ef þú hins vegar þarft að deila netfangi þínu á netinu (t.d. ef þú ert að selja eða kaupa notaðar vörur á spjallvefjum, hvort sem það er hérlendis eða erlendis og krafa er gerð um birtingu netfangs) þá er heldur hvimleitt að lenda í því að SPAM bottar finni netfangið manns og bæti því á 1000+ póstlista.

(Pop Quiz: Hversu margir ruslpóstar eru sendir út fyrir hvern sem er svarað? Svar í lok greinar)

Þegar maður kynnir fólk fyrir Google, þá er það almennt út af Gmail þjónustunni þeirra, Google Calendar eða Google Reader. Ég er stundum spurður frá fólki sem notar aðrar þjónustur (einkum Hotmail) af hverju ég noti Gmail. Mitt svar við því, er að ég vissi raunar ekki sjálfur hversu óánægður ég var með Hotmail-ið mitt þangað til ég byrjaði að nota Gmail fyrir einum 6 árum. Hér koma 10 ástæður sem mæla með notkun Gmail.