fbpx

Windows 8 logo

Margir kannast við það hvimleiða vandamál að tölvan verður hæg eftir nokkurra mánaða notkun. Lausnin við því er þá oftast að prófa einhver hreinsunarforrit sem gera mismikið gagn, en vafalaust er besta ráðið að forsníða (e. format) tölvuna.

Á Windows 8 er það leikur einn, því nú býður stýrikerfið upp á tvo kosti, annars vegar Refresh the system og hins vegar Reset the system.

Refresh the system gefur tölvunni smá spark í rassinn og núllstillir tölvuna, og fjarlægir öll forrit sem ekki eru sótt úr Windows Store, en öll gögn (væntanlega þau sem eru í heimamöppunni) verða á sínum stað. Reset the system forsníðir svo tölvuna alveg, þannig að hún verður eins og ný.

Ef þú hefur sett upp Windows 8 Consumer Preview, þá geturðu prófað þetta, með því að fylgja skrefunum að neðan.

Skref 1: Farðu með músina á hægri enda skjásins til að tækjastikan birtist, og smelltu þar á Settings og síðan More PC settings.

Skref 2: Þar skaltu finna General flipann og þá ættirðu að sjá skjámynd sem svipar til þeirrar hér að neðan:

Windows 8 Reset eða Refresh

Skref 3: Með því að ýta á Refresh þá birtist eftirfarandi valmynd

Skref 4: Ef þú vilt formatta tölvuna alveg, svo tölvan virðist vera keypt út úr búð (fyrir utan misjafnlega góðan hugbúnað sem fylgir oft keyptum tölvum) þá skaltu smella á Reset the system, og þá færðu upp eftirfarandi valmynd:

Munurinn á skrefunum er eins og áður segir sá að Reset the system eyðir öllum gögnum af tölvunni, auk þess sem þú þarft að vera með Product key að Windows stýrikerfinu við höndina, en ekki þarf að slá hann inn ef Refresh the system möguleikinn er notaður.

Avatar photo
Author

Write A Comment