fbpx
Tag

Windows

Browsing

Margir eigendur iOS tækja tengja iCloud svo mikið við Apple og Mac tölvur, að þeir halda jafnvel að einungis sé hægt að nýta sér þjónustuna til að hafa tölvupóst, tengiliði, dagatöl og fleira stillt saman ef Mac tölva er á heimilinu. Svo er ekki.

Að neðan má sjá leiðbeiningar til að setja upp iCloud á Windows.

Windows/Mac: Ctrl+C til að afrita,og Ctrl+V til að líma. Maður hefði haldið að það væri ekki hægt að einfalda þetta neitt frekar. Click.to er forrit, sem var þróað af þýska fyrirtækinu Axonic, sem sprautar sterum í klemmuspjald (e. clipboard) notandans, og sparar manni marga músarsmelli og skipti á milli forrita (klemmuspjald er staðurinn sem texti, myndir eða önnur gögn vistast, þegar þú smellir á Ctrl+C / Cmd+C (eða Edit > Copy) í forritum).

Ef maður ætti að lýsa Click.to í örstuttu máli, þá er hljóðar hún þannig að ef þú notar Click.to þá þarftu einungis að afrita efni, en aldrei að líma það. Ctrl+V / Cmd+V er því flýtivísir (e. shortcut) sem þú munt ekki þurfa að nota lengur (nema í undantekningartilvikum til að afrita skrár á á harða disknum þínum).

Windows 7: Þeir sem hafa verið með Windows stýrikerfið frá Microsoft undanfarin 10 ár eða svo kannast kannski við þá þróun að Microsoft eru farnir að setja svokallað borðaviðmót (e. ribbon interface) efst í forritin sín.

Þetta byrjaði með hinum vinsæla Office hugbúnaðarpakka, en þetta viðmót er nú komið þar (bæði á Windows og Mac).

Windows: Ef þú átt annaðhvort Windows tölvu og Mac lyklaborð, eða Mac tölvu og keyrir Windows líka á henni með BootCamp eða öðrum leiðum, þá getur verið að þú kannist við það vandamál að F1-F12 takkarnir virki ekki sem skyldi í Windows.

Apple Wireless Keyboard Helper er bót á máli, en þetta litla forrit gefur manni PrintScreen takka á Apple lyklaborði í Windows, iTunes stjórnun og fleira.

Windows: Spybot Search & Destroy er eitt af grundvallarforritum sem hver Windows notandi ætti að vera með uppsett á tölvunni sinni. Forritið er létt í keyrslu, og hefur m.a. þann tilgang að finna og eyða njósnaforritum (e. Spyware) sem sett hafa verið upp á tölvunni án vitundar notandans.

Ekki fer mikið fyrir slíkum forritum, og þau eru almennt keyrð í bakgrunni án þess að notandinn verði var við þau, en slík forrit fylgjast með allri notkun á tölvunni og senda til utanaðkomandi aðila (t.d. greiðslukortaupplýsingar og aðgangsupplýsingum að tölvupósti o.fl.).

DropboxWindows og Dropbox: „Ýta á PrintScr. Fara í Start > All Programs > Accessories > Paint og smella á Edit > Paste (Ctrl+V). Vista mynd, bæta við sem viðhengi. Senda“. Þetta kom skýrlega fram í  leiðarvísi fyrr í vikunni um hvernig maður tekur skjáskot. Ef maður vill taka skjáskot og koma því frá sér til vina eða vandamanna þá tekur þessi aðferð lengri tíma en hún gæti tekið. Ef þú ert Dropbox notandi þá er til lausn við þessu sem einfaldar þetta ferli til muna (og ef þú ert ekki Dropbox notandi, þá skaltu kynna þér Dropbox, því Dropbox er æði).

Windows/Linux: Það kannast flestir við ferlið að fá nýja tölvu, að þurfa að ná í Firefox, Skype, iTunes og þessi helstu forrit. Svo þegar á reynir þá gleymdirðu að setja upp Flash, þannig að þegar þú ætlar að horfa á eitt lítið myndband áður en þú ferð út úr húsi þá þarftu að setja upp loka vafranum til að setja upp Adobe Flash.

Ninite leysir þetta vandamál, með því að búa til eitt stórt uppsetningarforrit þannig að þú getur sett upp öll þau forrit sem þig grunar að þú munir nota (og fleiri til) án þess að þurfa að fara í gegnum það ferli að sækja eitt forrit, endurræsa tölvuna sækja annað o.s.frv.