fbpx
Tag

Windows

Browsing

Pokki - Windows 8

Microsoft boðaði miklar breytingar með útgáfu Windows 8 stýrikerfisins sem kom út á síðasta ári. Helsta breytingin er án efa sú að stýrikerfið styður tvö viðmót, þ.e. Desktop og Metro. Desktop viðmótið er fyrir hefðbundnar tölvur en Metro viðmótið fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

Helsta nýjungin fyrir tölvunotendur sem nota Desktop viðmótið er brotthvarf Start hnappsins sem var kynntur til sögunnar með Windows 95, og hefði komist á fjárræðisaldur á þessu ári.

Afrita DVD

Ef þú átt myndarlegt DVD safn sem gerir ekkert nema að safna ryki, þá hefurðu ef til vill velt því fyrir þér hvort það sé ekki hægt að koma þessu myndum á tölvutækt form, svo hægt sé að koma myndunum snyrtilega fyrir í geymslunni.

Hér á eftir ætlum við að benda á nokkrar mismunandi leiðir til að koma DVD myndum (og Blu-ray þegar svo ber undir) yfir á tölvutækt form.

Netflix á Íslandi

Í almennum leiðarvísi okkar um hvernig maður notar Netflix á Íslandi, þá fá Windows notendur einungis að njóta þess hvernig Playmo er sett upp á Windows 7 stýrikerfinu. Þarna var vinsælasta stýrikerfið valið, og leiðbeiningar fyrir það settar inn.

Frá því leiðarvísirinn var fyrst birtur þá hefur okkur alltaf borist stöku bréf, sem er oftast á þá leið hvernig maður setji inn þessar stillingar fyrir önnur Windows stýrikerfi. Við leystum slíkar beiðnir bara í hverju tilviki fyrir sig (enda stöndumst við sjaldnast mátið við fáum fallegar beiðnir í gegnum fyrirspurnakerfið).

Hér koma því uppsetningarleiðbeiningar fyrir öll Windows kerfi, allt aftur í Windows XP.

Tímaþjófar

Flestir þekkja þann vanda að ætla bara „aðeins kíkja á Facebook…bara 5 mín.“ Svo er klukkustund liðin og þú ert ennþá á skemmtilegri síðu sem einhver Facebook vinur linkaði á.

Ef þú vilt frá hjálp að utan til að halda þig frá Facebook, einum leik af Bubbles eða einhverju öðru sem truflar, þá gætu þessi forrit  aðstoðað þig.

Steve Ballmer

Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hefur lagt allt nánast undir til að koma fyrirtækinu aftur á kortið eftir að það sá markaðshlutdeild Windows stýrikerfisins í snjallsímum minnka gríðarlega með auknum vinsældum iPhone og Android símtækja (nokkuð sem Steve Ballmer sá ekki fyrir).

Microsoft hefur nú farið af stað með mikla auglýsingaherferð, þar sem að snjallsímar með Windows Phone 8 stýrikerfinu eru viðfangsefnið, og Live Tiles á heimaskjánum leika aðalhlutverkið.

Microsoft OfficeWindows: Það getur verið bagalegt að skrifa langan texta, ritgerð eða verkefni, og þurfa svo að verja dágóðum tima í að lesa yfir alfara yfir innsláttarvillur. Ef þú átt ert með bæði Windows 7 og Office 2010 á tölvunni þinni, þá geturðu fengið íslenskt viðmót. Villupúki fylgir með íslenska viðmótinu fyrir Office 2010.

Windows 8 logo

Margir kannast við það hvimleiða vandamál að tölvan verður hæg eftir nokkurra mánaða notkun. Lausnin við því er þá oftast að prófa einhver hreinsunarforrit sem gera mismikið gagn, en vafalaust er besta ráðið að forsníða (e. format) tölvuna.

Á Windows 8 er það leikur einn, því nú býður stýrikerfið upp á tvo kosti, annars vegar Refresh the system og hins vegar Reset the system.

Dropbox logo

Ef þú ert með ADSL tengingu og varst að setja inn stórt myndband á Dropbox svæðið þitt, þá finnst þér eflaust leiðinlegt að Dropbox taki stóran hluta af bandvíddinni sem tengingin þín býður upp á. Til allrar hamingju, þá er hægt að takmarka niðurhal- og upphalshraða í Dropbox, þannig að þú getir vafrað á netinu og skoðað myndbönd, og látið Dropbox malla í bakgrunni.

TeraCopyWindows: Að afrita skrár milli diska á Windows er ekkert grín, og þeir sem hafa segja ekki farir sínar sléttar af afritun gagna með Windows Explorer talar oft um Microsoft mínútur, sem á rætur að rekja til þess að 10 Microsoft mínútur jafngildi mögulega 15-20 raunmínútum.

Þá kynnum við til sögunnar TeraCopy, sem bindur enda á öll þessu vandamál.