Windows/Mac: Ef þér finnst þú aldrei vera með pláss á harða disknum , eða þá að tölvan er orðin of hæg, þá ættir þú að prófa CCleaner, sem er ókeypis forrit frá fyrirtækinu Piriform. Oftar en ekki, þá er tölvan manns orðin hæg af því að það er allt of mikið af drasli inni á tölvunni sem veldur því að viðbragðstími tölvunnar eykst, eigandanum til mæðu.
Hér kemur CCleaner til sögunnar, en forritið losar þig við þetta rusl (c-ið í CCleaner stendur fyrir crap) með mjög einföldum hætti, og bónusinn er sá að tölvan verður oft hraðari fyrir vikið (við getum ekki tryggt að það gerist, en reynslan er sú að notendur eru almennt ánægðari með tölvurnar sínar eftir að þeir keyra forritið).
Þarna mátti sjá tilvitnun í frétt Vísis, sem greindi frá því þegar brotist var inn til Hugleiks Dagssonar listamanns, og tölvunni hans stolið. Fréttir á borð við þessar eru sem betur fer ekki algengar, en með því að setja upp eitt forrit, þá er maður laus við þennan vanda.
Windows: doPDF er lítið forrit, sem gerir þér kleift að vista prentað skjal sem PDF. Þetta er bæði þægilegt og umhverfisvænt, því oft vill maður prenta út kvittun sem sönnun fyrir pöntun eða millifærslu en þá á maður annaðhvort ekki prentara eða blek (eða duft) í hann. Í slíkum tilvikum þá er forrit á borð við doPDF algjör snilld.
Windows/Mac/Linux: Ef þú hefur átt tölvu í meira en mánuð þá er Start Menu mögulega orðinn svo sneisafullur af drasli að þú ert 8-10 sekúndur að finna og opna forrit (sama á við um Mac notendur, nema Dock í stað Start Menu). Með því að ná í eitt lítið forrit, þá geturðu hagað málum þannig að með einum flýtivísi á lyklaborðinu (e. keyboard shortcut) þá geturðu opnað hvaða forrit sem er á svipstundu. Þú getur keyrt mörg þessara forrita saman, en þó mælum við með því að notendur velji eitt þeirra og haldi sig við það.
Apple TV er ansi sniðugt tól fyrir þá sem vilja fá ódýran og góðan margmiðlunarspilara á heimili sitt, en þeir fást hérlendis á tæplega 30.000 kr. þökk sé vörugjöldum og tollum sem leggjast á margmiðlunarspilara, en í Bandaríkjunum er hægt að fá þá á 100 dollara, og í Bretlandi á 100 pund (og þar er hægt að fá virðisaukaskattinn endurgreiddan ef þú ert íslenskur ferðamaður).