fbpx
Tag

Windows

Browsing

CCleanerWindows/Mac: Ef þér finnst þú aldrei vera með pláss á harða disknum , eða þá að tölvan er orðin of hæg, þá ættir þú að prófa CCleaner, sem er ókeypis forrit frá fyrirtækinu Piriform. Oftar en ekki, þá er tölvan manns orðin hæg af því að það er allt of mikið af drasli inni á tölvunni sem veldur því að viðbragðstími tölvunnar eykst, eigandanum til mæðu.

Hér kemur CCleaner til sögunnar, en forritið losar þig við þetta rusl (c-ið í CCleaner stendur fyrir crap) með mjög einföldum hætti, og bónusinn er sá að tölvan verður oft hraðari fyrir vikið (við getum ekki tryggt að það gerist, en reynslan er sú að notendur eru almennt ánægðari með tölvurnar sínar eftir að þeir keyra forritið).

„Ein af tölvunum tveimur sem var stolið frá Hugleiki, grá MacBook Pro þakin Star Wars límmiðum, hefur að geyma ævistarf Hugleiks. Þar á meðal er leikrit sem hann hefur verið með í smíðum í nokkurn tíma og áætlað er að fari á fjalir Borgarleikhússins á komandi leikári.“

-Frétt Vísis 15.júní 2011

DropboxÞarna mátti sjá tilvitnun í frétt Vísis, sem greindi frá því þegar brotist var inn til Hugleiks Dagssonar listamanns, og tölvunni hans stolið. Fréttir á borð við þessar eru sem betur fer ekki algengar, en með því að setja upp eitt forrit, þá er maður laus við þennan vanda.

Dropbox (Windows/Mac/Linux/iOS/Android/BlackBerry) er ókeypis forrit og þjónusta frá samnefndu fyrirtæki, vistar gögn með öruggum hætti á vefþjóni sínum, þannig að notendur geta nálgast þau með auðveldum hætti í tölvum sínum, snjallsímum og öðrum tækjum eða á öruggu vefsvæði þeirra á Dropbox.com.

Einu sinni var tíðin sú að þegar besti vinur, systkini eða börn fluttu til útlanda að maður heyrði í viðkomandi aðilum 1-2 á haustin og jafn oft á vorin. Með tilkomu ýmissa forrita, fyrir bæði snjallsíma og/eða tölvur þá er nú hægt að auka sambandið án þess að borga krónu fyrir (nema þegar forritin eru notuð yfir 3G á síma).

Svo er vitanlega einnig hægt að nota þessi forrit til að tala við vini innanlands ef maður vill minnka símreikninginn til muna. Nú verður farið yfir helstu lausnirnar:

doPDFWindows: doPDF er lítið forrit, sem gerir þér kleift að vista prentað skjal sem PDF. Þetta er bæði þægilegt og umhverfisvænt, því oft vill maður prenta út kvittun sem sönnun fyrir pöntun eða millifærslu en þá á maður annaðhvort ekki prentara eða blek (eða duft) í hann. Í slíkum tilvikum þá er forrit á borð við doPDF algjör snilld.

QuicksilverWindows/Mac/Linux: Ef þú hefur átt tölvu í meira en mánuð þá er Start Menu mögulega orðinn svo sneisafullur af drasli að þú ert 8-10 sekúndur að finna og opna forrit (sama á við um Mac notendur, nema Dock í stað Start Menu). Með því að ná í eitt lítið forrit, þá geturðu hagað málum þannig að með einum flýtivísi á lyklaborðinu (e. keyboard shortcut) þá geturðu opnað hvaða forrit sem er á svipstundu. Þú getur keyrt mörg þessara forrita saman, en þó mælum við með því að notendur velji eitt þeirra og haldi sig við það.

Apple TV 2 - XBMCApple TV er ansi sniðugt tól fyrir þá sem vilja fá ódýran og góðan margmiðlunarspilara á heimili sitt, en þeir fást hérlendis á tæplega 30.000 kr. þökk sé vörugjöldum og tollum sem leggjast á margmiðlunarspilara, en í Bandaríkjunum er hægt að fá þá á 100 dollara, og í Bretlandi á 100 pund (og þar er hægt að fá virðisaukaskattinn endurgreiddan ef þú ert íslenskur ferðamaður).

Að neðan er leiðarvísir til að setja upp XBMC á Apple TV, svo hægt sé að nýta tækið til fulls. Leiðarvísinum er skipt í tvennt, annars vegar hvernig þú jailbreakar Apple TV 2 uppsett með iOS 4.3 (skref 1-4), og hins vegar hvernig þú setur inn XBMC á Apple TV (skref 5-8), sem gerir þér kleift að spila efni úr tölvunni þinni, nettengdum flakkara, eða horfa á ýmislegt efni beint af netinu.

UPPFÆRT: Jailbreak fyrir 4.4.4 er komið. Sjá leiðarvísi hér.

Ath! Áður en þú byrjar, þá þarftu að eiga micro-USB > USB kapal til að jailbreak-a Apple TV, og sá kapall fylgir ekki með tækinu þegar þú kaupir það. Hægt er að fá slíkan kapal í öllum betri tölvuverslunum hérlendis á ca. 2000-3000 kr.

VLC getur nú spilað YouTube myndböndWindows/Mac/Linux: Liðnir eru þeir dagar að maður var að ná í fjöldann allan af codec pökkum til að spila vissa gerð af skrám, þökk sé VLC Media Player. Þetta forrit þekkja margir og mæra, eflaust af þeirri ástæðu einni að það er þrautin þyngri að finna skrársnið sem þetta forrit spilar ekki án nokkurra vandræða.