fbpx

iPhone í mörgum litum

Þótt iPhone 5 sé tiltölulega nýkominn á markað, þá eru fréttir þegar farnir að berast af næstu kynslóð af iPhone, sem talið er að verði kynntur í júnímánuði þessa árs.

Brian White, sérfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Topeka Capital Markets, heldur þessu fram í skýrslu sem hann sendi fjárfestum nýlega. Í skýrslunni greindi hann einnig frá því næsti iPhone sími myndi koma í nokkrum litum og tveimur skjástærðum.

Talið er að litaúrvalið verði svipað því sem kaupendum iPod touch spilarans stendur til boða, þ.e. svartur, hvítur, grár, blár, gulur og bleikur.

Ýmsar vangaveltur eru um ástæður þess að iPhone 5S komi í tveimur skjástærðum. Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort að vinsældir Samsung Galaxy Note í Asíu hafi þar áhrif, en hann kemur með 5,5 tommu skjá og brúar þannig að vissu leyti á milli spjaldtölvu og snjallsíma. Öllu líklegra er að iPhone með minni skjá verði framleiddur með indverskan og kínverskan markað í huga, svo hægt sé að halda verði símans niðri.

Apple kynnti iPhone 5 í september 2012 og með símanum breytti Apple skjástærð símans í fyrsta sinn, en iPhone 5 skartar fjögurra tommu skjá, sem er hálfri tommu stærri en forverar hans.

Heimild: BGR
Avatar photo
Author

Write A Comment