fbpx

Hvað í fjáranum er Rdio?
Allir

Rdio er tónlistarþjónusta líkt og Spotify, sem hefur ekki náð að ryðja sér til rúms á Íslandi líkt og sænski risinn (Spotify er sænskt fyrirtæki).

Rdio hafa reynt ýmislegt í gegnum árið, t.d. að stofna og hætta með myndveituna Vdio, en því til viðbótar þá virtist stjórn félagsins vera andsnúinn því að gefa notendum færi á því að nota þjónustuna án endurgjalds.

Streymiþjónusturnar verða bara fleiri með hverju árinu og Rdio hefur ekki farið varhluta af því, og er núna með svokallað freemium módel, en þá fá notendur hluta af þjónustunni ókeypis en geta greitt fyrir meiri/betri aðgang.

Tónlistarþjónustan Rdio var stofnuð árið 2010 af Niklas Zennström og Janus Friis, stofnendum Skype, sem Microsoft keypti árið 2011 á 973 milljarða.

Write A Comment