Windows/Mac/Linux: Liðnir eru þeir dagar að maður var að ná í fjöldann allan af codec pökkum til að spila vissa gerð af skrám, þökk sé VLC Media Player. Þetta forrit þekkja margir og mæra, eflaust af þeirri ástæðu einni að það er þrautin þyngri að finna skrársnið sem þetta forrit spilar ekki án nokkurra vandræða.

Þeir hjá VideoLan, sem eru á bak við VLC, gerðu gott betur þegar 1.1 útgáfa af forritinu kom út, því með henni þá er hægt að spila YouTube myndbönd beint í forritinu.

Til að spila YouTube myndbönd þá þarf maður einfaldlega að smella á File > Open Network (eða Open Network Stream) og setja URL-ið á YouTube myndbandinu inn þar.

Í myndbandinu að neðan má sjá hvernig þetta er gert:

 

Author

Write A Comment

Exit mobile version