Það er fátt jafn tíðrætt í tækniheimum þessa daga og útgáfurdagur iPhone 5. Samkvæmt nýjustu heimildum þá er útgáfurdagurinn nú sagður vera í október á þessu ári. Það er fréttavefurinn AllThingsD sem kveður svo að orði, en vefurinn er almennt talinn vera með nokkuð traustar heimildir á þessu sviði. Þetta gengur í berhögg við fyrri orðróma sem sögðu símann koma í septembermánuði.
Á WWDC ráðstefnu Apple fyrr í sumar var iOS 5 sagt koma út í haust. Haustið byrjar tæknilega séð ekki fyrr en 23. september, og menn telja afar ólíklegt að iPhone 5 muni koma án þess iOS 5 fylgi honum.
Heimildarmaður AllThingsD lét ekki hafa neitt eftir sér um hönnun símans, en ýmislegt hefur komið fram, og ber þar helst að nefna tveggja kjarna (e. dual-core) A5 örgjörva, myndavél með hærri upplausn, mögulega 8MP í stað 5MP, og að lokum stærri skjá.
Að neðan má til gamans sjá mynd sem gefur manni einhverja hugmynd um hvernig iPhone 5 gæti litið út. Myndin er þó bara byggð út frá þessum helstu orðrómum og ber að taka með fyrirvara