Netflix er gríðarlega vinsæl VOD (video on demand) þjónusta út um allan heim sem höfðar m.a. til notenda vegna þess hversu viðráðanlegt verðið er á þjónustunni (frá $8.99 á mánuði) og einnig því hægt er að nota þjónustuna í öllum tækjum (leikjatölvum, margmiðlunarspilurum, snjallsjónvörpum o.s.frv.).

Athugið!

Nú er Netflix í boði á Íslandi. Mörgum finnst úrvalið á íslenska Netflix ekki vera nógu gott (einkum þeim sem notuðu bandaríska Netflix áður) og ef þú ert einn þeirra, þá mælum við með því að þú lesir leiðarvísi okkar til að nota Hulu eða Amazon Prime Video.

Skref 1

Leiðarvísir þessi er ennþá birtur í nánast óbreyttu formi, en hann bætir ekki miklu við ef þú vilt eingöngu nota Netflix, því meginefni hans snýst um að hjálpa þér að stilla af tæki og tengjast DNS þjónustu sem hjálpar þér að komast „til útlanda.“

Skref 2 – playmoTV (til að gabba Hulu, HBO NOW, Sling TV og og fleiri þjónustur)

Í næstu skrefum munum við leiðbeina þér til að breyta DNS stillingum á viðeigandi tölvum eða tækjum. Þetta gerum við svo þjónustur sem eru studdar af PlaymoTV haldi að þú sért stödd/staddur í réttu landi hverju sinni. Hérna geturðu séð lista yfir þjónustur sem playmoTV styður.

Byrjaðu á því að fara inn á http://playmo.tv. Ef þú ert með Facebook reikning, þá mælum við með því að þú nýskráir þig í gegnum Facebook, því þá virkjast reikningurinn um leið.

Playmo - Nýskráning

PlaymoTV er þjónustan sem gerir manni kleift að nota Hulu, HBO NOW, Sling TV og fleiri þjónustur eins og maður sé staddur í Bandaríkjunum (hún leyfir einnig Íslendingum erlendis að nota RÚV). Eftir að þú skráir þig sem notanda hjá PlaymoTV þá færðu tölvupóst til að staðfesta skráningu, og velur lykilorð hjá þjónustunni (nema þú skráir þig í gegnum Facebook eins og við nefndum að ofan, þá flýgurðu beint inn).

Eftir nýskráningu hjá PlaymoTV verður prufuáskrift þín virk, en hægt er að nota þjónustuna án endurgjalds í 7 daga. Ef notendur kaupa áskrift um leið og þeir skrá sig þá bætist það bara við prufutímabilið. Nokkrar áskriftarleiðir eru í boði, t.d. mánaðaráskrift á 5 dollara eða ársáskrift á 50 dollara. Mánaðaráskrift endurnýjast sjálfkrafa.

Skref 3 – Uppsetning á Windows/Mac

Nú skaltu setja inn playmoTV stillingar á Windows eða Mac eftir því hvort stýrikerfið þú notar. Með því að gera það þá geturðu nýskráð þig hjá Netflix, og notað þjónustuna í tölvunni.

Windows 7

Við miðum við Windows 7 í leiðarvísinum af því það er vinsælasta stýrikerfið meðal lesenda okkar, en ef þú ert með annað stýrikerfi þá bendum við á tengilinn hér fyrir neðan sem fer ítarlega yfir ferlið á Windows XP, Windows Vista, Windows 7 og Windows 8. Hér fyrir neðan geturðu svo séð handvirkar leiðbeiningar, ef þú vilt gera þetta allt sjálf/sjálfur.

Sjá einnig: Notaðu Netflix á Windows

Skref 3.1 Farðu í Control Panel og smelltu þar á Network and Internet

Skref 3.2 Smelltu þar á Network and Sharing Center og því næst á Change adapter settings

Skref 3.3 Hægri-smelltu nú á Local Area Connection ef tölvan er tengd með kapli við routerinn þinn, en á Wireless Network Connection ef þú tengist netinu þráðlaus, og veldu Properties.

Skref 3.4 Smelltu á Internet Protocol Version 4 (TCP/IPv4) og veldu svo Properties. Passaðu að smella á IPv4 en ekki IPv6.

Skref 3.5 Veldu General flipann, hakaðu við „Use the following DNS server addresses“ og settu eftirfarandi gildi inn: Preferred DNS server 82.221.94.251 Alternate DNS server 109.74.12.20

Skref 3.6. Endurræstu tölvuna, og farðu á http://playmo.tv/ til að kanna hvort þjónustan sé orðin virk hjá þér. Ef þú færð skilaboðin „Linked to playmoTV“ (eins og á myndinni fyrir neðan) þá er allt klappað og klárt og þú getur farið að nota Netflix. PlaymoTV - Linked

Mac

Hægt er að sækja lítið smáforrit til að auðvelda uppsetningu á Mac. Það setur inn allar nauðsynlegar stillingar fyrir þráðlaust net. Hægt er að sækja það í .dmg skrá, og þegar hún er opnuð þá þarf að opna „Playmo.tv stillingar“ (.dmg skráin er eflaust vistuð í Downloads ef þú hefur ekki breytt möppunni).

Ath! Til að setja upp forritið þarftu að fara í Ýta á Eplið uppi í vinstra horni skjásins, velja þar System Preferences. Þegar sá gluggi birtist þarftu að velja Security & Privacy, smella á hengilásinn og haka við Allow apps downloaded from anywere. Sækja [download id=“4″].

System Preferences - Anywhere

Handvirk uppsetning á Mac

Skref 3.1. Opnaðu System Preferences (Finnur það með því að smella á Apple merkið uppi í vinstra horninu) og farðu í Network.

Skref 3.2. Veldu Ethernet ef þú tengist netinu með snúru, en Wi-Fi ef þú tengist netinu þráðlaust. Smelltu svo á Advanced.

Skref 3.3 Farðu í DNS flipann, smelltu á plúsinn vinstra meginn við IPv4 or IPv6 addresses og sláðu inn 82.221.94.251. Ýttu á plúsinn aftur og sláðu inn109.74.12.20.

ATH! Ef einhver gildi voru fyrir undir DNS servers þá þarf að eyða þeim.

Skref 3.4. Endurræstu tölvuna, og farðu á http://playmo.tv til að kanna hvort þjónustan sé orðin virk hjá þér. Ef þú færð skilaboðin „Linked to playmoTV“ (eins og á myndinni fyrir neðan) þá er allt klappað og klárt og þú getur farið að nota Netflix.

PlaymoTV - Linked

 

Skref 4 – Nýskráning hjá Netflix
Ef þú sérð „Linked to PlaymoTV“ á heimasíðu þeirra þá skaltu fara aftur inn á Netflix.com, og þar sérðu eflaust öllu skemmtilegri skilaboð (sbr. myndin að neðan). Þá geturðu einnig horft á Netflix í tölvunni þinni, en ekki bara í tækinu sem er tengt við sjónvarpið þitt.

Netflix - Nýskráning

Þarna skaltu smella á „Start Your Free Month“ og fara í gegnum skráningarferlið, sem er svona:

 

Skref 4.1 – Velja áskriftarleið

Netflix - áskriftarleið

Standard áskriftarleiðin er vinsælust, en með henni geturðu horft á Netflix í háskerpu. Sú áskrift gerir manni kleift að nýta þjónusta á tveimur tækjum á sama tíma. Við vekjum því athygli á því að Premium áskriftarleiðin getur verið hagkvæm ef þú vilt deila áskriftinni með nokkrum vinum eða vandamönnum.

 

Skref 4.2

Eftir að þú smellir á áskriftarleið þá skaltu skruna niður og slá inn netfang og lykilorð sem þú vilt nota á Netflix, og smella svo á Register.

Netflix - notandanafn

 

Skref 4.3 – Kreditkortaupplýsingar

Ath! Hægt er að nota íslensk kreditkort á Netflix, en póstnúmerið verður að vera slegið inn með sérstökum hætti. Það verður að vera póstnúmerið þitt, auk tveggja annarra tölustafa, því amerísk póstnúmer eru fimm tölustafir. (Dæmi: Ef þú býrð í póstnúmeri 101, sláðu þá inn amerískt heimilisfang, og póstnúmerið 10109. Nú ættirðu að vera með virkan Netflix reikning.)

Á þessu stigi fá sumir villuna „Sorry, we are unable to complete the signup process now“. Lausnin við því er nokkuð einkennileg, en það er ýmist að prófa nýskráningu í öðrum vafra, nota annað netfang eða hvort tveggja.

Ef það gengur heldur ekki, þá geturðu keypt Netflix inneignarkort hjá Eplakortum, og færð þá inneignarkóðann í tölvupósti aðeins nokkrum sekúndum eftir að þú gengur frá kaupum þar.

Skref 4.4

Þegar þú hefur farið í gegnum allt nýskráningarferlið, þá ætti þetta að blasa við þér.

Netflix - heimasíða

 

Uppsetning playmoTV og Netflix á öðrum tækjum

Ef þú átt eitthvert af tækjunum hér fyrir neðan þá geturðu einnig tengt þau við Netflix með einföldum hætti. Þá skaltu einfaldlega velja tækið þitt og halda áfram:

PlayStation

Skiptu nú yfir í Playstation tölvuna þína. Athugið að til að fá Netflix forritið þá þarftu að vera með bandarískan PSN reikning, en áður hefur verið rakið hvernig amerískur PSN reikningur er stofnaður. Forritið er til í bandarísku og bresku PlayStation Store því ætlunin er að forritið sé eingöngu í boði fyrir  notendur á þessum svæðum.

Ef þú ert með bandarískan eða breskan PSN reikning, eða hefur lokið stofnun reiknings, þá ættirðu að finna Netflix forritið í „What’s New“ í PlayStation Network flipanum í XMB menu.

Uppfært: Glöggur lesandi benti líka á að hægt væri að finna Netflix undir TV/Video Services flipanum og velja þar „My Channels.“

Skref 5.1. Farðu í Settings > Network Settings

Skref 5.2. Veldu Internet Connection Settings. Staðfestu að þú munir aftengjast internetinu við þessa aðgerð, og veldu Custom.

Skref 5.3. Veldu Wired ef þú tengist netinu með snúru úr PS3, en Wireless ef þú tengist netinu þráðlaust. Þráðlaust net Ef tengingin er þráðlaus veldu þá Scan til að leiti að þráðlausum staðarnetum, og veldu netið sem þú tengist. Að öllum líkindum er lykilorð á netið þitt (ef ekki þá skaltu setja lykilorð inn á það). Meirihluti þráðlausra tenginga hérlendis eru WEP kóðuð, þannig að þú getur kannað hvort það virki, en annars ætti það að vera WPA-PSK/PSK2. Ethernet (snúrutengt net) Í Ethernet Operation Mode skaltu velja þá Auto-Detect.

Skref 5.4. Í IP address skaltu velja Automatic.

Skref 5.5. Í DHCP skaltu velja Do Not Set

Skref 5.6. DNS Settings. Mikilvægasti hlutinn. Hér skaltu velja Manual,  og slá inn eftirfarandi gildi: Primary DNS 82.221.94.251 og Alternate DNS 109.74.12.20

Skref 5.7. MTU skal vera stillt á Automatic, Proxy Server á Do Not Use, og UPnP á Enable.

Skref 5.8. Tölvan fer í gegnum stillingarnar og biður þig um að staðfesta þær. Gerðu það og endurræstu svo tölvuna.

Skref 5.9. Náðu í Netflix forritið í Playstation Store og byrjaðu að nota þjónustuna.

Apple TV

Skref 5.1. Farðu í General > Network og veldu þar Wi-Fi eða Wired eftir því hvernig þú tengist netinu.

Skref 5.2. Veldu netið sem þú tengist og skrunaðu niður í Configure DNS.

Skref 5.3. Breyttu DNS úr Automatic í Manual og sláðu inn eftirfarandi gildi: DNS Server: 82.221.94.251

Skref 5.4. Settu Apple TV í svefn með því að velja Sleep Now í Settings.

Skref 5.5. Taktu Apple TV-ið úr sambandi.

Skref 5.6. Bíddu í 15-20 sekúndur og stingdu aftur í samband. Mikilvægt: Til að virkja þjónustuna, þá þarftu að virkja þjónustuna í einhverri tölvu (sjá leiðbeiningar efst Windows eða Mac flipa) og fara á http://playmo.tv/ til að kanna hvort þjónustan sé orðin virk.

Skref 5.7. Til að fá Netflix valmyndina upp þá skaltu fara í Settings > General > iTunes Store (eða Settings > iTunes Store). Þar skaltu smella á Location og velja United States.

Xbox360

Skiptu nú yfir í Xbox 360 tölvuna þína, og haltu áfram þar.

Skref 5.1. Farðu í My Xbox, og veldu System Settings.

Skref 5.2. Veldu Network Settings, og Wired Network eða nafnið á WiFi-inu hjá þér, ef þess er óskað.

Skref 5.3. Veldu Configure Network.

Skref 5.4. Í Basic Settings flipanum skaldu velja DNS Settings.

Skref 5.5. Veldu Manual, Primary DNS Server og sláðu inn eftirfarandi gildi: 82.221.94.251 og Done. Veldu síðan Secondary DNS Server, sláðu inn 109.74.12.20 og Done.

Skref 5.6. Ýttu á B takkann á stýripinnanum, og Test Xbox LIVE Connection.

Skref 5.7. Endurræstu tölvuna áður en þú byrjar að nota þjónustuna.

Airport Extreme

Önnur leið og mjög hentug er að láta stillingarnar á beininn þinn, þannig að öll tæki sem eru tengd við hann geti notað Netflix og aðrar „US only“ þjónustur.

Skref 5.1. Opnaðu Airport Utility og smelltu á Manual Setup eftir að forritið finnur tækið þitt.

Skref 5.2. Veldu Internet flipann, og þar skaltu svo velja TCP/IP. Sláðu svo inn eftirfarandi gildi í DNS Server: Vinstra megin skaltu slá inn 82.221.94.251, og hægra megin skaltu slá inn 109.74.12.20.

Skref 5.3. Smelltu á Update. Að því búnu skaltu endurræsa Airport Extreme, og tölvuna, og því næst fara á heimasíðu PlaymoTV og kanna hvort skilaboðin „Linked to PlaymoTV“ birtist ekki örugglega.

iPad / iPhone

Ath! Í þessu sambandi er vert að geta þess að aðgangur þinn að Netflix er takmarkaður við þráðlausa netið sem þú setur það upp á, þannig að þú ef þú vilt nota Netflix á t.d. iPad bæði heima hjá þér og heima hjá vini eða ættingja þá þarftu að fylgja leiðarvísinum tvisvar.

Skref 5.1: Nú skaltu fara í Settings > Wi-Fi og smella á bláa hringinn þar, sbr. eftirfarandi mynd:

Netflix á Íslandi iPad - iPhone - iOS

Skref 5.2 Í DHCP flipanum þar skaltu finna DNS reitinn, stroka út töluna sem er þar og slá inn eftirfarandi gildi nákvæmlega eins og þau eru skrifuð: 82.221.94.251, 109.74.12.20

Skref 5.3: Eftir að þú hefur slegið þetta inn þá skaltu fara til baka í Wi-Fi Network og slökkva á tækinu þínu.

Skref 5.4: Bíddu í 15-20 sekúndur og kveiktu svo aftur á iPhone eða iPad. Mikilvægt: Til að virkja þjónustuna, þá þarftu að virkja þjónustuna í einhverri tölvu (sjá leiðbeiningar efst Windows eða Mac flipa) og fara á http://playmo.tv til að kanna hvort þjónustan sé orðin virk. Ef þú sérð skilaboðin „This device is correctly linked to playmoTV“ þá ættirðu nú að geta náð í Netflix forritið.

Skref 5.5: Náðu í og opnaðu Netflix forritið, og skráðu þig inn. Ætti að virka eins og í sögu.

Sjá einnig: Átta ómissandi iPad forrit ef þú notar Netflix á Íslandi

Þá ætti allt að vera komið. Ef þú þarft einhverja frekari aðstoð við uppsetningu eða hefur einhverjar spurningar þá skaltu ekki hika við að hafa samband og við svörum eins fljótt og auðið er.

Samsung Smart TV

Ath Að svo stöddu þá veitir PlaymoTV ekki opinberan stuðning við Samsung Smart sjónvörp sem eru með Netflix forritið. Vissar gerðir af Samsung sjónvörpum virðast virka með PlaymoTV. Varðandi Samsung sjónvörpin þá er leiðarvísirinn tvíþættur, annars vegar þarf að setja inn DNS gildin og hins vegar að sækja Netflix forritið.

Setja inn DNS gildin
Skref 1: Byrjar á því að ýta á Menu, ferð í Settings > Network. Þar opnarðu Network Settings og tengist netinu þínu.

Skref 2: Eftir að þú ert tengdur og sérð skilaboðin „Your wireless network and Internet connection are setup and ready to use“ þá er reitur hægra megin á skjánum merktur IP Settings. Í þeim reit skaltu skruna niður í DNS Settings og setja inn 82.221.94.251.

Skref 3: Ýttu á OK, svo á Next til að staðfesta stillingarnar.

 

Ná í Netflix forritið Eftir að þú ert kominn með réttar stillingar þá þarftu að sækja Netflix forritið.

Ef þú ert með Smart Hub á sjónvarpinu þá þarftu að ýta á aðra hvora af þessum takkarunum (fer eftir því hvernig tæki þú átt) til að fá Internet Service Location skjáinn til að birtast sem gerir þér kleift að sækja forritið:

FastFwd (þ.e. >>) + 2+ 8 +9 + Rew (<<)
eða
Mute + Return/Exit + Hækka (Vol up) + Channel Up (Rás upp) + Mute

Internet service location ætti þá að birtast. Hér þarftu að velja United States of America til að geta sótt Netflix, Hulu o.s.frv. Einungis er hægt að hafa eitt svæði í einu valið, og Samsung mun eyða forritunum fyrir gamla svæðið.

Android

Skref 1: Byrjaðu á að fara á heimasíðu PlaymoTV og nýskrá þig.

Skref 2: Farðu í Apps > Settings

Skref 3: Smelltu á Wi-Fi.

Skref 4: Smelltu á og haltu inni fingrinum yfir Wi-Fi netinu sem þú tengist, þangað til að pop-up gluggi birtist. Í glugganum sem birtist skaltu smella á Modify Network.

Skref 5: Neðst í glugganum skaltu smella á Show advanced options

Skref 6: Breytti IP settings yfir í Static. Síðan skaltu skruna niður í DNS 1 og 2. Í DNS 1 skaltu slá inn 82.221.94.251 og í DNS 2 skaltu slá inn 109.74.12.20.

Skref 7: Endurræstu tækið, farðu á heimasíðu PlaymoTV og skráðu þig inn. Ef tækið sýnir „Linked to PlaymoTV“ uppi í vinstra horninu, þá ættirðu að geta horft á Netflix og fleiri þjónustur. Þá er það bara næsta skref að næla sér í Netflix og fleiri forrit úr Google Play.

Nintendo Wii

Skref 1: Opnaðu Wii Options.

Skref 2: Þar skaltu velja Wii Settings. Farðu til hægri og opnaðu Internet valkostinn.

Skref 3: Smelltu á Connection Settings

Skref 4: Opnaðu virka tengingu (eru með rauð horn í kringum tenginguna)

Skref 5: Smelltu á Change settings.

Skref 6: Farðu til hægri í valkostinn Auto-Obtain DNS. Þar skaltu velja „No“ og síðan skaltu opna Advanced Settings.

Skref 7: Sláðu inn eftirfarandi gildi í DNS: Primary DNS: 109.074.012.020 Secondary DNS: 82.221.94.251.

Skref 8: Smelltu á Confirm, svo Save, og svo á OK.

Skref 9: Bíddu þar til prófun á tengingu er lokið og farðu svo í aðalvalmynd.

Skref 10: Endurræstu tölvuna áður en þú byrjar að nota þjónustuna.