fbpx

Gmail: Ég nota Gmail-ið mitt oft sem nokkurs konar skráarsafn, þannig að ég sendi skjöl á sjálfan mig með viðhengi, án þess að nokkur texti sé í meginmáli. Sama á við ef maður sendir tölvupóst á annan aðila til að spyrja einfaldrar spurningar, þar sem titill pósts er eini textinn. Í þessum tilvikum þá er nokkuð pirrandi að fá eftirfarandi skilaboð á skjáinn þegar maður smellir á Senda:

Gmail EOM

Sem betur fer er mjög auðveld leið frá þessu. Með því að bæta einfaldlega „(eom)“,  „EOM“ eða „eom“ (stendur fyrir End of Message) við titilinn á póstinum, og þá ertu laus við þessa áminningu

Avatar photo
Author

Write A Comment