Meðal nýjunga í iOS 5 er iMessage, sem gerir notendum kleift að senda frí skilaboð á milli iPhone, iPad eða iPod touch sem eru með iOS 5 uppsett. iMessage er ekki sjálfstætt forrit, heldur er innlimað í Messages (SMS-forritið).

iPhone eigendur með iOS 5 uppsett geta þó með mjög auðveldum hætti séð hvort þeir eru að skrifa SMS-skilaboð eða iMessage-skilaboð eftir því hvernig Send takkinn er á litinn og hvað birtist í textareitnum áður en nokkur texti er skrifaður, sbr. dæmi á eftirfarandi mynd:

Eins og sést á myndinni þá yrðu skilaboðin til Twitter send sem SMS, en skilaboðin til Einstein.is sem iMessage

Margur spyr sig þá hvaða áhrif iMessage muni hafa á tekjur símafyrirtækja af SMS skilaboðum. Maður nokkur að nafni Neven Mrgan (starfsmaður hjá Panic, sem gerir m.a. hið vinsæla FTP forrit Transmit fyrir Mac) tók saman SMS skilaboðasendingar sínar fyrir og eftir iOS 5, og þ.a.l. iMessage og það er ekki hægt að segja annað en að tölurnar séu sláandi, sbr. eftirfarandi mynd:

Á myndinni má sjá að fjöldi SMS skilaboða lækkaði úr tæplega 800 á mánuði niður í rétt rúmlega 200. Óhætt er að segja að munurinn sé gríðarlegur, og það verður fróðlegt að sjá hvort þetta hafi áhrif á tekjur farsímafyrirtækja. (Upprunalega færslu hjá Neven Mrgan má sjá hér).

Author

Write A Comment

Exit mobile version