Angry Birds Space

Tæpt ár síðan Rovio gaf út Angry Birds Rio kom út á iOS og Android, en mikil eftirspurn er ávallt meðal Angry Birds notenda eftir nýjum leik, þar sem að Angry Birds leikirnir eru þannig úr garði gerðir að þegar notandinn klárar leikinn, þá er spilun leiksins að mestu lokið.

Þann 22. mars næstkomandi þá hyggst Rovio setja Angry Birds Space á markað. Litlar upplýsingar hafa verið gefnar um leikinn, en búast má við því að þyngdarlögmál Newton sé virt að vettugi þar sem spilað er í geimnum.

Author

Write A Comment