fbpx

Merkum áfanga var náð fyrir stuttu í App Store búðinni, sem Apple rekur fyrir iOS tæki, en fyrirtækið greindi nýverið frá því að 25. milljarðasta forritið hefði verið sótt úr búðinni. iPhone síminn frá Apple kom fyrst á markað árið 2007, og ári síðar þá var App Store búðin sett á laggirnar. Minna en ári síðar var milljarðasta forritið sótt úr búðinni. Fyrir rúmu ári síðan var því fagnað að 10. milljarðasta forritið var sótt úr búðinni, sem sýnir vöxt App Store búðarinnar, en rétt tæplega 50 milljón forrit eru sótt úr búðinni á degi hverjum.

Rúmlega 550.000 forrit eru í App Store, og áætlað er að iOS stýrikerfið hafi skapað meira en 200.000 störf í Bandaríkjunum undanfarin ár. Þá hefur Apple greitt 500 milljarða króna til iOS forritara (4 milljarða dollara), en hlutur Apple af hverju seldu forriti í App Store er 30%.

 

Heimild: The Next Web
Avatar photo
Author

Write A Comment