Sparrow iPhone

Tölvupóstforritið Sparrow hefur notið nokkurra vinsælda meðal Mac notenda, en það býður upp á einfalt og þægilegt viðmót, og er léttara í keyrslu heldur en Apple Mail. Útgáfa fyrir iPhone og iPod Touch lenti í App Store í gær.

Forritið gerir mikið út á þægilega tengingu við Gmail reikninga, en Gmail notendur hafa sumir kvartað yfir því að stjórn yfir flokkum (e. labels) sé ábótavant í Mail forritinu á iOS.

Sparrow hefur þó einn galla, en forritið býður ekki upp á tilkynningar um nýjan póst (e. Push Notifications), þannig að notendur verða að opna forritið til að kanna hvort þeir hafi fengið póst.

Eftirfarandi myndband sem sýnir Sparrow í notkun:

Sparrow fæst í App Store og kostar $2.99.

 

Author

Write A Comment

Exit mobile version