Margir iða af spenningi yfir fréttum af því hvenær næsta kynslóð af iPhone komi út (sem mun ekki verða kallaður iPhone 5 hér, miðað við allt iPad 2S / iPad 3 / iPad HD fíaskóið, sem var svo kallaður the new iPad).
Nýjustu heimildir fregna að síminn komi ekki í sumar, heldur næsta haust, með hugsanlegan útgáfudag í september eða október. Allar kynslóðir af iPhone símum hafa komið á markað að sumri til, en það breyttist með iPhone 4S sem var kynntur í október 2011, og fór í sölu mánuði síðar.
Ólíklegt þykir að Apple muni kynna nýjan síma þegar iPhone 4S hefur einungis verið á markaði í rúmlega hálft ár. September/október kynning er talin líkleg og raunar er talið að sumarútgáfur á iPhone símum heyri sögunni til.
Heimild: CNET