fbpx

Það verður seint sagt að þetta hafi tekið langan tíma. Um leið og iPhone Dev-Team komust í kynni við 3. kynslóð af iPad, þá fóru þeir að kanna hvort hægt væri að jailbreaka hann. Nú, innan við sólarhring frá því þeir voru komnir með hann í hendurnar, þá var MuscleNerd, einn af forkólfum iPhone Dev-Team, búinn að jailbreak-a iPadinn sinn með iOS 5.1 uppsettu, sbr. þetta tweet að neðan.

Eins og fram kemur í færslunni hjá MuscleNerd, þá er áætlaður útgáfudagur á jailbreak fyrir nýja iPadinn ekki kominn, en miðað við við þessar fréttir þá má gera ráð fyrir að það verði komið innan mánaðar. Talið er að þeir hafi verið svo fljótir að jailbreaka nýja iPadinn vegna þess að hann er með A5X örgjörva sem svipar til A5 örgjörvans á iPad 2, en þýski forritarinn Stefan „i0n1c“ Esser náði að jailbreaka iOS 5.1 á iPad 2 fyrir skömmu.

MuscleNerd lét eftirfarandi myndir fylgja með færslunni sinni:

Avatar photo
Author

Write A Comment