fbpx

Dropbox logo

Ef þú ert með ADSL tengingu og varst að setja inn stórt myndband á Dropbox svæðið þitt, þá finnst þér eflaust leiðinlegt að Dropbox taki stóran hluta af bandvíddinni sem tengingin þín býður upp á. Til allrar hamingju, þá er hægt að takmarka niðurhal- og upphalshraða í Dropbox, þannig að þú getir vafrað á netinu og skoðað myndbönd, og látið Dropbox malla í bakgrunni.

Til þess að takmarka bandvídd fyrir Dropbox þarftu að fylgja eftirfarandi skrefum:

Skref 1: Opnaðu Dropbox (Niðri í System Tray í Windows, en uppi í Menubar í Mac).

Skref 2: Í Windows skaltu hægri smella á forritið og velja Preferences (smellir á Dropbox merkið í Mac).

Skref 3: Í Preferences skaltu finna Bandwidth flipann (Network > Bandwidth í Mac). Þar geturðu takmarkað bandvíddina þegar eftirfarandi mynd birtist á skjánum.

Dropbox takmarka bandvídd

Að því búnu skaltu smella á OK eða Update til að vista breytingarnar.

Avatar photo
Author

Write A Comment