iPhone: Ef þú ert annaðhvort alltaf að hringja í fólk úr vasanum, eða ert gjarn (eða gjörn) á að hringja í aðra þegar þú úti ert að skemmta þér, þá er Cydia viðbótin (e. Cydia tweak) AskToCall nokkuð sem þú ættir að setja upp.

AskToCall er Cydia viðbót, sem táknar að þú þarft að framkvæma jailbreak á iPhone símanum þínum til að geta notað hana. Viðbótin virkar þanng að þegar þú ætlar að hringja símtal þá þarftu að gera „Slide to call“ ekki ósvipað og „Slide to unlock“ þegar síminn er vakinn úr svefni. Myndbandið að neðan sýnir viðbótina í notkun.

Til að fá AskToCall þá þarf að vera með jailbreakaðan iPhone síma (sjá leiðarvísi hér til að jailbreaka iOS 5.1.1). Þeir sem hafa þegar jailbreakað símann sinn þurfa bara að opna Cydia og leita að AskToCall, en viðbótin er ókeypis.

Ritstjórn
Author

Write A Comment