fbpx
Archive

október 2012

Browsing

Steve Ballmer - forstjóri Microsoft

Árið er 2007. Steve Jobs er nýbúinn að kynna iPhone símann og sérfræðingar fara að rýna í þetta nýja tæki.

Meðal þeirra sem tjáðu sig um iPhone símann voru Steve Ballmer, forstjóri Microsoft. Hann hafði ekki miklar áhyggjur af þessu nýja tæki út af tveimur ástæðum:
a) síminn væri of dýr
b) hann væri einungis með skjályklaborð, og þar af leiðandi ekki góður kostur fyrir þá sem nota símann vegna vinnu sinnar.

Í myndbandinu fyrir neðan má sjá viðtalið þar sem Ballmer lætur þessi orð falla:

Amazon merkiðNetfyrirtækið og vefverslunin Amazon skýtur föstum skotum á iPad mini spjaldtölvuna sem Apple kynnti í síðustu viku og kemur á markað 2. nóvember næstkomandi.

Þetta gerir fyrirtækið á forsíðu Amazon.com þar sem fyrirtækið auglýsir Kindle Fire HD tölvu fyrirtækisins, en þar má nú sjá samanburð á Kindle Fire og iPad mini.

Steve Jobs

Steve Jobs, stofnandi og fyrrum forstjóri Apple, var nokkuð merkilegur karakter. Þeir sem hafa lesið ævisögu hans (eða valda kafla úr henni) eru eflaust á þeirri skoðun að Steve Jobs hafi ekki beinlínis verið neitt gæðablóð. Það er í sjálfu sér engin lygi.

Enginn mun neita því að Steve Jobs var um margt furðurlegur og sérvitur, en hann gat einnig verið nokkur ljúfur í daglegu lífi. Á vefnum Quora, þar sem notendur spyrja og svara ýmislegum spurningum, spurði einn notandi hvort einhverjir ættu sögur af því þegar þeir hittu Steve Jobs í daglegu lífi sínu. Hér fyrir neðan birtum við helstu sögurnar.

Apple - logoApple boðaði til fundar í gær þar sem kynning á nýrri og minni spjaldtölvu,  iPad mini, var meðal annars á efnisskránni.

Fyrirtækinu er mjög í mun að heilla viðskiptavini sína, og því hefur Apple sent frá sér kynningarmyndband fyrir nýjasta meðliminn í iOS fjölskyldunni.

Myndbandið er hægt að sjá hér fyrir neðan: