Ef frá er talinn Steve Jobs, þá er Sir Jonathan Ive yfirhönnuður Apple talinn eiga hvað mestan þátt í velgengni fyrirtækisins síðustu 10 árin.
Stílhrein hönnun á Apple vörum hefur vakið mikla eftirtekt í gegnum árin, og haft slík áhrif á fólk að iMac tölvur eru nú talið flott stofustáss hjá fólki ólíkt gömlu turntölvunni sem flestir földu undir borði inni í lokuðu herbergi.
Hann Jony Ive (viðurnefnið hans) fékk þó ekki hugmyndina að Apple tækjunum með því að horfa á hvítan striga, heldur sótti innblástur í hönnun sína frá Þjóðverjanum Dieter Rams, sem er best þekktur fyrir störf sín hjá raftækjafyrirtækinu Braun.
Í myndunum hér fyrir neðan má sjá skemmtilegan samanburð á nokkrum af helstu Apple tækjum síðasta áratugar og þeim raftækjum frá Braun sem höfðu áhrif á hönnun Jony Ive.