fbpx

iPad klukka

Þeir sem hafa átt iPad frá örófi alda (ok síðan 2009) hafa hugsanlega tekið eftir því að lengi vel var ekkert klukkuforrit á iPadinum. Það breyttist með iOS 6, þegar Apple kom loksins með eitt slíkt á markað. Stílhreint klukkuforrit var komið í allar iPad spjaldtölvur. Eini gallinn var að sumum þótti klukkan aðeins of kunnugleg.

Svissneska járnbrautarfyrirtækið SBB stefndi Apple fyrir að leyfislausa notkun á hinni klassísku járnbrautarklukku. Samningar náðust fljótt og nú hefur komið í ljós að Apple borgaði fyrirtækinu 2,7 milljarða króna (21 milljón dollara).

Ljósi punkturinn í þessu er að nú getur Apple að minnska kosti státað sig af svissneskri hönnun í iPad klukkunni.

Avatar photo
Author

Write A Comment