Eins og einhverjir muna eflaust eftir þá fluttum við fréttir af því fyrir stuttu að Google Maps forrit fyrir iPhone væri ekki í vinnslu.
Afstaða Google í þessum málum virðist nú hafa breyst, því samkvæmt nýjustu heimildum þá er Google Maps forrit nú væntanlegt fyrir iOS.
Margir telja þetta vera góðar fréttir, þar sem að notendur Apple Maps (einkum utan Bandaríkjanna) segja farir sínar ekki sléttar af notkun forritsins.
Prufuútgáfa af forritinu er nú í prófun, sem inniheldur m.a. raddleiðsögu (e. turn-by-turn) sem margir iPhone notendur bíða eflaust eftir með mikilli eftirvæntingnu.
Þótt Google Maps komi með raddleiðsögu þá er helsti galli forritsins samt sem áður sá að notandinn þarf að sækja kortið hverju sinni yfir farsímanetið, sem getur verið kostnaðarsamt.