fbpx

iPhone 5

Bandaríska tímaritið TIME er að gera upp árið, og hluti af því er að taka saman lista yfir helstu græjurnar sem komu út á árinu.

Græja ársins að mati tímaritsins er iPhone 5, en leikjatölvan Nintento Wii U fékk silfurverðlaunin og Cyber-shot RX100 myndavélin frá Sony bronsið.

Í umsögn sinni um iPhone 5 segir Henry McCracken að Apple hljóti sérstakt lof fyrir að gæta að öllum smáatriðum sem hann önnur fyrirtæki geri ekki. Þetta er í annað skipti sem TIME velur iPhone græju ársins, en fyrra skiptið var árið 2007 þegar iPhone kom fyrst á markað.

Listann er hægt að sjá hér.

Avatar photo
Author

Write A Comment