fbpx

Apple TV original

Ef þú átt fyrsta Apple TV spilarann frá Apple, þá hefurðu ef til vill ráfað hingað inn og farið með skeifu vegna þess að enginn jaibreak leiðarvísir er til fyrir fyrsta Apple TV spilarann. Nú er kominn tími á að við  bætum úr því. Því skaltu lesa áfram ef þú vilt framkvæma jailbreak á fyrstu kynslóð af Apple TV. Ólíkt jailbreak aðferðum við Apple TV 2 þá þarftu að búa til sérstakan USB minnislykil sem sér svo um að framkvæma jailbreak-ið á á fyrstu kynslóð af Apple TV.

 

Skref 1

Náðu í USB minnislykil sem er a.m.k. 512 MB að stærð. Ef þú ert með dýrmæt gögn á disknum þá skaltu afrita þau yfir á harða diskinn þinn, því eftir 20 mínútur þá verður hann ekkert nema jailbreak lykill ef svo má að orði komast (þ.e. þangað til þú forsníður/formattar minnislykilinn á ný).

 

Skref 2

Náðu í ATV USB Creator. Mac útgáfa – Windows útgáfa.

 

Skref 3

Tvísmelltu á atvusb-creator .zip skrána sem þú náðir í (eða atv-win.zip á Windows). Við það mun mappa með sama nafni verða búin til.

 

Skref 4

Tengdu USB minnislykilinn við tölvuna ef þú hefur ekki gert það nú þegar.

 

Skref 5

Smelltu á ATVUSB-Creator forritið í möppunni úr skrefi 3. Þú munt fá aðvörun af því forritið var sótt af internetinu.

ATV USB Creator viðvörun

 

Skref 6

Úr valmyndinni sem forritið býður upp á þá skaltu velja ATV-Patchstick. Undir Installation Options ætti að vera hakað við allt eins og á myndinni fyrir neðan.

Apple TV - XBMC/Boxee for Mac

Skref 7

Þegar þú hefur gert þetta þá skaltu ganga úr skugga um að USB minnislykillinn þinn sé valinn í USB Target Device (á að vera óþarfi ef nema þú sért með marga utanáliggjandi diska tengda). Þegar þú hefur gert það þá skaltu smella á Create Using -> hnappinn.

Forritaglugginn mun þá að öllum líkindum líta svona út.

ATV USB Creator stillingar

Skref 8

Eftir að þú smellir á Create Using -> þá mælum við með því að þú takir því rólega, dreifir huganum yfir léttmeti hér á Einstein eða lesir blað dagsins.

ATV USB Creator mun nefnilega núna sækja .dmg skrá fyrir Apple TV spilarann og búa til þennan minnislykil sem er töfrum líkastur. Hægt er að fylgjast með gangi mála í forritinu, en við mælum frekar með því að þú komir að forritinu eftir 10-20 mínútur og þá ætti allt að vera búið.

Einnig: Ef þú hefur sótt DMG skrá þá geturðu einnig smellt á Choose a DMG, og þá ert þú í rauninni að sækja DMG skrána en ekki forritið.

 

Skref 9

Þegar ATV USB Creator hefur klárað inn hluta af verkefninu þá muntu sjá að USB minnislykillinn hefur annað nafn í Finder/Explorer hjá þér. Smelltu á Eject takkann í Finder (eða Safely Remove Hardware í System Tray á Windows) og tengdu USB minnislykilinn við Apple TV spilarann.

 

Skref 10

Nú skaltu halda inni Menu og – (mínus) takkanum á Apple TV þangað til að spilarinn endurræsir sig. Ef allt gengur að óskum þá ætti minnislykillinn núna að vera að setja inn jailbreak-ið fyrir Apple TV. Þegar því lýkur þá skaltu fjarlægja USB minnislykilinn og taka tækið úr sambandi. Bíddu í 10-20 sekúndur og settu það svo aftur í samband.

 

Skref 11

Allt búið. Nú ætti að vera kominn Launcher á Apple TV skjáinn þinn. Næsta skref er þá bara að stilla XBMC eftir þínum óskum.

Avatar photo
Author

Write A Comment