Tastekid.com

Tastekid er vefsíða sem hjálpar þér að finna efni sem líklegt er að þér þyki skemmtilegt, áhugavert og þar fram eftir götunum miðað við leitarskilyrðin sem þú slærð inn á síðunni.

Gott dæmi má sjá á myndinni að ofan þar sem undirritaður sló inn heiti hinnar alkunnugu glæpamyndar The Usual Suspects (eða Góðkunningjar lögreglunnar á móðurmáli okkar). Af því mér líkaði sú mynd þá mælir Tastekid með því að ég horfi á myndir eins og L.A. Confidential, Mystic River og Donnie Brasco.

Tastekid mælir með kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, tónlist, bókum, rithöfundum og leikjum.

 

Author

Write A Comment