fbpx

Það vakti hörð viðbrögð notenda þegar Instagram kynnti nýja skilmála fyrir skömmu síðan (sem þeir drógu síðan til baka). Sumir færðu sig yfir á aðrar þjónustur (eins og Flickr), og aðrir hættu á Instagram.

Svo virðist sem að margir hafi ekki látið þetta á sig fá því fyrirtækið greindi nýverið frá því að Instagram væri nú með 90 milljón virka notendur, sem senda inn 40 milljón myndir daglega.

Instagram, sem margir eru byrjaðir að stytta yfir í „Insta“, kom með fleiri skemmtilega tölur fyrir áhugamenn um tölfræði, en á hverri sekúndu þá líka 8500 manns við myndir á Instagram og skrifa 1000 ummæli.

Það gera 12 milljón „likes“ á dag og 1,4 milljón ummæli.

 

Heimild: AllThingsD

 

Avatar photo
Author

Write A Comment