fbpx

Mac Pro

Mac Pro borðtölvan frá Apple mun fara af Evrópumarkaði frá og með 1. mars næstkomandi. Ástæðan fyrir brotthvarfi tölvunnar er ekki vegna óvinsælda hennar, heldur vegna þess að tölvan uppfyllir ekki skilyrði reglugerðar frá Evrópusambandinu sem tekur gildi eftir tæpan mánuð.

Endursöluaðilar Apple í Evrópu fengu eftirfarandi tölvupóst á dögunum:

As of March 1, 2013, Apple will no longer sell Mac Pro in EU, EU candidate and EFTA countries because these systems are not compliant with Amendment 1 of regulation IEC 60950-1, Second Edition which becomes effective on this date.

Apple resellers can continue to sell any remaining inventory of Mac Pro after March 1. Apple will take final orders for Mac Pro from resellers up until February 18th for shipment before March 1 2013.

Countries outside of the EU are not impacted and Mac Pro will continue to be available in those areas.

Eins og ráða má af textanum þá er seljendum heimilt að selja þær Mac Pro tölvur sem til eru á lager. Hérlendis hefur tölvan þó verið sérpöntunarvara og því er alls óvíst hvort tölvan verði fáanleg á þessu ári.

Ný Mac Pro kemur á markað síðar á árinu, og telja má nær öruggt að hún muni uppfylla skilyrði reglugerðarinnar.

Avatar photo
Author

Write A Comment