Eftir umfjöllun fjölmiðla um notkun SMÁÍS á hugbúnaði frá hollenska fyrirtækinu NICAM án þess að greiðslur hefðu átt sér stað, þá ákváðu samtökin að stofna Facebook síðu, eflaust í þeirri von að ná betra sambandi við fólkið í landinu.
Sú tilraun heppnaðist ekki. Facebook síða samtakanna logaði um helgina, og úr varð að samtökin sögðu skilið við samfélagsmiðilinn eftir stutt helgarstopp.
Sú umræða sem vakti hvað mesta athygli var þegar fyrirtækið setti inn tengil um frétt varðandi meint brot Google gegn snjalltækjanotendum. Meðal þeirra sem blandaði sér í umræðuna var Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar, en hún er hluti af stjórnmálaaflinu Píratar sem ætla að bjóða fram lista í alþingiskosningunum næsta vor.
Hér fyrir neðan má skjáskot af færslunni og athugasemdum notenda við hana.