Phil Schiller, markaðsstjóri Apple, greindi frá því í viðtali við bandaríska tímaritið TIME, að samkeppnisaðilar Apple væru hræddir við að segja skilið við gamla fylgihluti eins og geisladrif.
Schiller segir að tölvunotendur í dag noti varla geisladrif í dag, enda vakti það nokkra athygli þegar Apple kynnti nýja iMac borðtölvu á í októbermánuði á síðasta ári, sem er ekki með geisladrif.
Með ummælum sínum batt Schiller enda á drauma Mac notenda um að fá innbyggt Blu-ray drif í tölvur sínar.