Bandaríska tæknifyrirtækið Google stefnir nú á opnun verslana undir merkjum fyrirtækisins síðar á árinu.
Með því hyggst Google koma vörum fyrr í hendur viðskiptavina sinna. Staðan í dag er sú að notendur sjaldnast prófað eða skoðað Google vörur í verslunum, heldur þurfa að láta sér nægja að panta þær af netinu.
Í dag er Google með bása í mörgum Best Buy verslunum (Store within-a-store eins og Bandaríkjamenn kalla fyrirbærið) þar sem starfsmenn Google svara spurningum forvitinna neytenda, en fá enga sölutengda bónusa eins og tíðkast almennt í raftækjaverslunum í vestanhafs.