fbpx

Facebook Home - Android

Facebook svipti í dag hulunni af Home viðmótinu fyrir Android, sem lendir í Google Play búðinni 12. apríl næstkomandi.

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, segir að Home viðmótið færi Facebook notendur nær hvor öðrum og styrki samband þeirra.

Home viðmótið mun fylgja með HTC First snjallsímanum sem kemur á markað 12. apríl, auk þess sem Home viðmótið verður fáanlegt fyrir eigendur Samsung Galaxy S3, Samsung Galaxy Note II, HTC One X og HTC One X+.

Hér fyrir neðan má sjá stutt kynningarmyndband fyrir Facebook Home

Avatar photo
Author

Write A Comment