OZ

Sprota- og hugbúnaðarfyrirtækið OZ mun bráðum bjóða íslenskum Apple TV eigendum upp á nýja og byltingarkennda leið til að horfa á íslenskt sjónvarp.

Með OZ lausninni er hægt að horfa á sjónvarp í háskerpu með iPad, iPhone eða iPod touch (sem keyrir iOS 6), og senda merkið í Apple TV eða annan AirPlay móttakara. Fólk stýrir sinni dagskrá sjálft, getur tekið upp uppáhaldsefnið sitt til einkanota og horft á það síðar, horft á sjónvarp í beinni. Í öllum þessum lausnum er möguleiki á að gera hlé og spóla til baka.

Hægt er að nota þjónustua óháð staðsetningu, þannig að með OZ lausninni getur maður horft á Stöð 2 í bústaðnum án auka afruglara.

Verkefni eins og þetta gerist ekki að sjálfu sér, en öflugur hópur fjárfesta kom að fjámögnun OZ með um 300 milljónir króna, sem verða nýttar í vöruþróun hér á landi. Teymið hefur undanfarið unnið að þessari vöruþróun, undir stjórn Guðjóns Má Guðjónssonar og nálgast nú sá tímapunktur að afurðin komist í hendur almennings.

[pl_blockquote cite=“Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ“]OZ er ný nálgun á sjónvarpi og eitthvað sem markaðurinn kallar eftir. Með tækni OZ breytist sjónvarpáhorf yfir í nýja tegund upplifunar til að mæta þörfum áhorfenda um aukið frelsi og meiri sveigjanleika. Auk þess er allt á einum stað til að njóta upplifunar á sjónvarpi.[/pl_blockquote]

Fyrst um sinn verður sjónum beint að Íslendingum og markaðinum hérlendis, en þegar fram líða stundir þá hyggst fyrirtækið bjóða upp á OZ lausnina á alþjóðamarkaði. Samningaviðræður við erlenda erlendar efnisveitur og framleiðendur tölvu- og raftækja eru þegar hafnar, með það fyrir augum að tryggja frekari útbreiðslu.

Prófanir á kerfinu hafa staðið yfir síðustu mánuði og má segja að árangurinn verið framar væntingum. Áhugi Íslendinga hefur ekki látið á sér standa og þegar hafa þúsundir skráð sig til leiks og biðlistinn stækkar hratt.

[pl_blockquote cite=“Steingrímur Árnason, vörustjóri hjá OZ. „]Allar prófanir hafa sýnt það að bæði tæknin og markaðurinn eru reiðubúin til að taka stökkið. Við hjá OZ erum gríðarspennt að opna fyrir þjónustuna á næstunni og það er einkar ánægjulegt að taka fyrstu skrefin hér heima á Íslandi.[/pl_blockquote]

Opnað verður fyrir nokkur hundruð notendur til viðbótar innan skamms og geta áhugasamir skráð sig á heimasíðu OZ. Allir sem eru skráðir á póstlistann munu fá frían prufuaðgang að OZ við útgáfu.

Author

3 Comments

  1. Verður hægt að að horfa á sjónvarp í háskerpu með MacBook tölvu í stað Ipad, Ipod eða Iphone og senda merkið í Apple TV

    • Nei, OZ lausnin virðist nýta tækni sem fylgir iOS 6, því það er hvorki hægt að nota þetta á eldri útgáfum af iOS, né Mac eða PC tölvum, a.m.k. ekki að svo stöddu.

      Spurning hvort það breytist eitthvað þegar fram líða stundir, maður verður bara að bíða og sjá með það.

  2. Ég er búin að vera með þetta í nokkra mánuði og þetta er bara snild

Write A Comment

Exit mobile version