Fjórða sería af gamanþáttunum Arrested Development kom nýlega á Netflix, eins og flestum er kunnugt um. Nú hafa þau gleðitíðindi borist að mjög fáir hafi halað seríunni niður eftir að hún var gefin út.
Ástæðan er einföld: Netflix er svo ódýrt og þægilegt að fólk kýs frekar að borga fyrir efnið heldur en að halda því niður.
Þannig höluðu einungis um hundrað þúsund manns seríunni niður fyrsta hálfa sólarhringinn eftir að hún kom út. Þótt sú tala myndi vitanlega teljast gígantísk hérlendis þá telst þetta ekki verið mikið á heimsvísu, en til samanburðar þá höluðu meira en milljón manns fyrsta þætti 3. seríu af Game of Thrones þegar hún kom á torrentsíður í mars síðastliðnum.
Heimild: Huffington Post