Þorsteinn - Plain Vanilla
Þorsteinn B. Friðriksson framkvæmdastjóri Plain Vanilla spjallar við unga frumkvöðla í Háskóla Íslands þar sem fram fór ráðstefna á vegum Landsbankans

Eins og einhverjum er kunnugt um, þá hefur leikurinn QuizUp frá Plain Vanilla Games bókstaflega slegið í gegn út um allan heim frá því leikurinn lenti í App Store síðastliðinn fimmtudag.

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Sequoia Capital leiðir nýja fjárfestingu í fyrirtækinu, sem nemur 2 milljónum dollara, eða jafvirði 240 milljón króna miðað við núverandi gengi. Sequoia Capital hefur áður fjárfest í þekktum fyrirtækjum á borð við Google, PayPal og Dropbox, auk þess sem sjóðurinn er einn af eigendum Jive Software, sem keypti íslenska hubúnaðarfyrirtækið CLARA fyrir rúman milljarð króna fyrr á þessu ári.

Vert er að benda á að Sequoia Capital fjárfesti í Plain Vanilla áður en QuizUp kom út, eftir að einn eigenda sjóðsins fékk að spila leikinn á meðan hann var í beta prófun.

Einn af eigendum Sequoia tók þátt í að spilun QuizUp á prófunarstigi og heillaðist svo af leiknum að hann heimtaði að fá að fjárfesta áður en að leikurinn væri gefinn út.

Fjárfestingin verður nýtt til að stækka fyrirtækið og ráða fleiri starfsmenn. Plain Vanilla er með höfuðstöðvar sínar á Laugavegi 26 en 20 starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu. Þá er fyrirtækið einnig með starfsstöðvar í New York og San Francisco.

Ritstjórn
Author

Write A Comment