fbpx

Amazon Prime Air

Bandaríska verslunar- og tæknifyrirtækið Amazon var að kynna nýjan sendingarmáta sem fyrirtækið stefnir á að koma í framkvæmd á næstu 5-6 árum. Þjónustan heitir Prime Air og er vægast sagt nokkuð merkileg.

Amazon býður nú upp á þjónustuna Prime sem gerir viðskiptavinum verslunarinnar kleift að fá vöru heimsenda hvert sem er innan Bandaríkjanna innan tveggja daga fyrir 79 dali á ári (u.þ.b. 9.500 krónur).

Með Prime Air þá er biðin eftir pakkanum stytt talsvert, en með þjónustunni hyggst Amazon nota vélfygli (e. drones) til að færa viðskiptavinum pakkana sína á einungis 30 mínútum. Jeff Bezos, forstjóri Amazon, kynnti hugmyndina fyrir dagskrárgerðarmönnum 60 Minutes í gær, og hér fyrir neðan er stutt myndband sem sýnir hvernig þjónustan kemur til með að virka.

Avatar photo
Author

Write A Comment