Tónlistarveitan Spotify hefur gefið út nýja uppfærslu á forriti sínu fyrir iOS, sem gerir notendum kleift að hlusta á tónlist án endurgjalds.
Nokkrar takmarkanir eru á spilun tónlistar með þessum hætti, en notendur verða að sætta sig við að hlusta á tónlist flytjanda eða gamla lagalista í shuffle mode. Þjónustan verður því meira í líkingu við iTunes Radio eða Pandora, sem gera notendum kleift að hlusta á útvarpsstöðvar sem byggjast á flytjanda eða tónlistarstefnu sem notandinn velur.
http://www.youtube.com/watch?v=H-EIBBbxnfA