Bandaríska tæknifyrirtækið Apple er að ganga frá kaupum á Beats Electronics, sem eru þekktir fyrir vinsæl heyrnartól og streymiþjónustuna Beats Music, ef marka má nýjustu heimildir ýmissa netmiðla vestanhafs.

Módelið, söngvarinn og leikarinn Tyrese Gibson lak fréttunum á Facebook síðu sinni (sem hann hefur síðan tekið út), en þar greindi Dr. Dre, einn af eigendum og forsvarsmönnum Beats, að hann væri fyrsti hip-hop tónlistarmaðurinn til að verða milljarðamæringur.

Tyrese Gibson - Dr Dre - Beats

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Tyrese Gibsons og Dr. Dre í upptökuveri þess síðarnefnda, þar sem þeir fagna fréttunum.

http://youtu.be/pQ8YfT1tlR0

Author

Write A Comment