Spotify kynnti nýverið nýja áskriftarleið fyrir fjölskyldur, en með henni geta þeir sem halda saman heimili verið með marga Spotify reikninga án þess að borga fullt verð fyrir hvern þeirra.

Spotify Premium kostar 10 evrur á mánuði hérlendis, en með því að fara í fjölskylduáskrift er hver aukaáskrift á helmingsafslætti, eins og sést á myndinni fyrir neðan. Þetta getur verið mjög hentugt fyrir pör eða fjölskyldur sem hingað til hafa verið að deila Spotify reikningi, með þeim eðlilegu takmörkunum að einungis einn aðili geti þá spilað efni í gegnum tónlistarveituna.

Rdio, önnur tónlistarveita sem er í samkeppni við Spotify hefur boðið upp á þessa áskriftarleið í nokkurn tíma, Netflix gerði slíkt hið sama í fyrra, og Apple leyfir aðilum einnig þeim sem hafa uppfært í iOS 8 að deila reikningnum sínum með fjölskyldumeðlimum.

Write A Comment

Exit mobile version